Vinsamlegast ath!

Á Tax Free getur orðið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

8. Mars 2024

Rauð karrísúpa með núðlum

Ef þið ætlið að gera vel við ykkur um helgina mælir Sylvía Haukdal með því að skella í þessa súpu með rauðu karrí og núðlum. Súpan er líka mjög góð með risarækjum og kjúkling.

Innihald:

1 stk laukur
3 stk hvítlauksrif
1 stk paprika
1 msk engifer
3 msk rautt karrí
1 l kjúklingasoð
1 dós kókósmjólk
1 stk grænmetisteningur
1 msk fiskisósa
2 msk lime safi
Vorlaukur
Kóríander
Basilíka
Hrísgrjónanúðlur

Aðferð:

1. Byrjið á því að steikja lauk, hvítlauk og papriku
2. Bætið engifer og rauðukarríi saman við og steikið í 1-2 mínútur.
3. Setjið kjúklingasoð, kókosmjólk og grænmetistening saman við og leyfið að sjóða aðeins niður.
4. Bætið við fiskisósu, limesafa, kóríander, basil og vorlauk og leyfið að malla á lágum hita í nokkrar mínútur.
5. Setjið að lokum hrísgrjónanúðlur út í súpuna.
6. Ef þið ætlið að hafa kjúkling eða rækjur í súpunni er gott að steikja það fyrst og setja til hliðar.

Góða helgi