Vinsamlegast ath!

Á Tax Free getur orðið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

23. Febrúar 2024

Konudags eftirréttur

Í tilefni af konudeginum deildi Sylvía Haukdal með okkur uppskrift af þessum fallegu púff pastry hjörtum sem er alveg fullkominn eftirréttur á konudaginn!

Innihald:
1 stk smjördeig rúlla
250 ml rjómi
250 gr blönduð frosin ber
125 gr sykur
1 stk egg
Fersk hindber
Flórsykur

Aðferð:
1. Setjum frosnu berin á pönnu ásamt vatni og leyfum að sjóða smá.
2. Bætum við sykri og leyfum að malla á lágum hita 7-10 mínútur.
Tökum af hitanum og kælum.
3. Brjótum smjördeig til helminga og skerum út hjörtu.
4. Penslum með eggi og bökum við 200° í 15-20 mínútur.
5. Þeytum rjóma, setjum berjablönduna ofaná hjörtun og sprautum rjóma ofaná.
6. Skreytum með ferskum hindberjum og flórsykri..