Grillsumar

T-bone steik

T-bone

 T-bone er bragðmik­il og skemmti­leg steik sem gam­an er að borða enda bragðast hún sér­deil­is vel.
Það sem þarf:
 • T-bone steik­ur
 • SPG-krydd
 • Bakaðar kart­öfl­ur
 • Svepp­ir með papriku­osta­fyll­ingu
 • Piccolo-tóm­at­ar
 • Orig­inal BBQ sauce frá Saus.Guru

Aðferð:

 1. Kryddið steik­urn­ar áður en þær fara á grillið og penslið þær þar með BBQ-sósu.
 2. Setjið græn­metið á grillið og grillið uns til­búið.
 3. Látið kjötið hvíla í 10 mín­út­ur eft­ir að það er tekið af grill­inu.
 4. Berið fram með bernaise-sós­unni.

Bernaise í bland­ara

 • 300 g smjör ósaltað – brætt
 • 3 eggj­ar­auður
 • 3 msk. fáfn­is­gras (estragon)
 • 1/​4 tsk. cayenne-pip­ar
 • 1 tsk. salt
 • ½ tsk. pip­ar
 • 1 tsk. li­mes­afi
 • 1 msk. bernaise-es­sens

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar vel í bland­ar­an­um. Hellið smjör­inu mjög var­lega sam­an við. Bætið es­sens­in­um og lime-saf­an­um við. Kryddið eft­ir smekk og hrærið sam­an.
 2. At­hugið að smjörið þarf að kólna aðeins og ná sirka stofu­hita áður en því er hellt sam­an við.
 3. Ef hita á sós­una upp þarf að gera það hægt svo hún skilji sig ekki.


Ljúf­fengt lambaprime með grills­mjöri og hvít­laukssósu

Lambaprime

Sérvalið lambaprime með grillsmjöri


smælki með graslauk og steinselju


kokteiltóm­at­ar og mozzar­ella

 

Sér­valið-hvít­laukssósa


Guru Royal Uma­mi BBQ-sósa

 

Grillið lampaprime-ið á hvorri hlið í nokkr­ar mín­út­ur. Regl­an með prime er að það á alls ekki að vera blóðugt. Því er betra að grilla ögn leng­ur en skem­ur.

Setjið grill­bakk­ana með tómöt­um og mozzar­ella ann­ars veg­ar og smælk­inu hins veg­ar á grillið. Mik­il­vægt er að hrista reglu­lega bakk­ann með smælk­inu til að kart­öfl­urn­ar fái sem jafn­asta eld­un og séu vel hjúpaðar smjöri.

Penslið kjötið með bbq-sósu.

Þegar mozzar­ella­ost­ur­inn er orðinn bráðinn eru bakk­arn­ir til­bún­ir.

Þegar kjötið er tekið af grill­inu er nauðsyn­legt að leyfa því að hvíla í alla­vega fimm mín­út­ur. Skerið svo niður í bita og berið fram með hvít­laukssósu.

Babyback grísarif

Grísarif

 Grísarif eru eitt það allra besta sem hægt er að grilla. Sá mis­skiln­ing­ur er ríkj­andi að það sé eitt­hvað sér­stak­lega flókið en svo er alls ekki. Trixið er að sjóða rif­in áður en þau eru grilluð. Reynd­ar er það það allra mik­il­væg­asta svo ekki láta ykk­ur detta í hug að grilla þau beint úr pakkn­ing­unni. Bjóráhuga­menn geta svo skemmt sér við að prófa mis­mun­andi bjór­teg­und­ir við suðuna.

Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti
Grísarif
Saus guru Cola BBQ Sauce
Maís
Rótargræn­meti
Hvítlaukur
Timjan
Rósmarín
Sérvalið RUB-krydd
Sérvalin hvítlaukssósa

Aðferð:

 1. Takið grísarifin úr pakkningunum og rífið himnuna af. Skerið hvítlauk í tvennt og setjið í stóran pott ásamt nokkrum greinum af timjan og rósmarín.
 2. Makið vel af RUB-kryddi á rifin – báðum megin. Setjið rifin í pottinn og hellið bjór í pottinn þannig að fljóti yfir rifin. Hér er frjálst bjórval og fyrir bjóráhugafólk er skemmtilegt að prófa sig áfram með tegundir. Reynið samt að velja bragðmiklar tegundir til að það skili sér með sem mestu bragði í kjötið.
 3. Látið suðuna koma upp, lækkið und­ir og látið malla í tvo klukku­tíma. Ef þið hafið ekki svo lang­an tíma dug­ar klukku­tím­inn en tím­inn vinn­ur með ykk­ur hér þannig að við mælum heilshugar með tveimur klukkustundum eða lengur.
 4. Grillið kjötið á meðalháum hita og penslið vel með grillsósu. Kjötið þarf ekki að grilla lengi og takið það af þegar komnar eru fallegar grillrendur á það.
 5. Grillið álbakkana með rótargrænmetinu og maísnum. Berið fram með hvít­laukssós­unni.

Grillaðar lambakótelettur

Kótelettur

Hér er á ferðinni ein­fald­asta kvöld­máltíð sem sög­ur fara af. Allt meðlætið er til­búið til eld­un­ar í ál­bökk­um og það eina sem þarf að gera er að kveikja á grill­inu. Lambakótelett­ur eru ein­stak­lega góður biti og hér eru grillaðar sér­vald­ar kótelett­ur sem búið er að trufflu­mar­in­era. Meðlætið var svo ekki af verri end­an­um en hér var á ferðinni einfalt smælki, kokteil­tóm­at­ar og mozzar­ella-ost­ur, sér­valið rót­argræn­meti, fersk­ur maís og dýr­indis­ hvít­laukssósa.

Það sem þarf:

 • Trufflu­mar­in­eraðar lambakótelett­ur
 • Kryddað rót­argræn­meti
 • Maís með krydds­mjöri
 • Kokteil­tóm­at­ar og mozzar­ella
 • Hvít­laukssósa

Aðferð:

Kótelett­urn­ar grillaðar á meðal­há­um hita. Snúið þeim eft­ir nokkr­ar mín­út­ur uns þær eru pass­lega eldaðar. Á sama tíma skal setja ál­bakk­ana á grillið. Grillið uns til­búið.

Berið fram með hvít­laukssósu.

Ribeye

Nauta ribeye

Rib-eye steikur frá Danish Crown

Ferskur aspas

Sætar kartöflur

Sveppir

Hvítlaukur

Parmesansósa frá Hagkaup

SPG krydd frá Hagkaup

Olio Nitti olía

Gott sjávarsalt

Ferskt timían

Saus Guru Original BBQ sósa

Kryddið kjötið með SPG kryddinu beggja megin. 

Skerið endana af aspasinum, um það bil 5-7 sm. Setjið á disk og hellið olíu yfir og salti.

Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í um það bið 8 mm sneiðar. Skerið sveppina í helminga. Setjið í fat og hellið vel af olíu yfir ásamt salti. Rífið niður tvö hvítlauksrif og blandið síðan vel saman. 

Steik­urn­ar grillaðar við full­an hita í 3 mínútur á hvorri hlið. Steikurnar færðar af mesta hitanum og látnar eldast á grindinni fyrir ofan eða fjarri mesta hitanum í 5-10 mínútur. Penslið með BBQ sósu. 

Aspasinn, sveppirnir og sætkartöflurnar grillaðar uns fallegar rendur eru komnar og gænmetið er tilbúið. 

Berið fram með Parmesansósu.

Kjúklingavængir & bringur

Grillaðir kjúklingavængir

 

Grillaðir kjúk­linga­væng­ir með bestu gráðostasós­unni

 • Kjúk­linga­væng­ir
 • Kjúk­linga­bring­ur
 • Famous Dav­e's Roa­sted Chicken Coun­try Sea­son­ing
 • Sweet Baby Ray Buffalo
 • Wing Mar­ina­de
 • Famous Dav­e's Sweet & Zesty BBQ
 • 18% sýrður rjómi
 • maj­ónes
 • Saint Agur Blue Cheese
 • sell­e­rí
 • gul­ræt­ur
 • Famous Dav­e's Signature
 • Spicy Pickles Spe­ars
 • Famous Dav­e's Corn Bread Mix

Aðferð:

Byrjið á því að skera fram­an af vængj­un­um og skera bring­urn­ar niður. Setjið í skál og kryddið vel. Setjið því næst vel af buffalo-sós­unni yfir og blandið vel sam­an. Ekki er verra ef kjúk­ling­ur­inn fær að bíða þannig ein­hverja stund.

Á meðan skal setja inni­haldið úr maís­brauðsblönd­unni í skál og bæta eggi, mjólk og vatni við sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum. Hrærið og setjið í múffu­form. Bakið sam­kvæmt leiðbein­ing­um.

Setjið jöfn hlut­föll af osti, maj­ónesi og sýrðum rjóma í skál og blandið sam­an.

Skerið niður sell­e­rí og gul­ræt­ur og setjið í skál.

Grillið því næst kjúk­ling­inn í um það bil 15 mín­út­ur. Penslið rausn­ar­lega með BBQ-sósu og snúið reglu­lega á grill­inu.

Veislulæri Hagkaups

Grillað lambalæri er hin fullkomna grillmáltíð því vel eldað lambakjöt er eins og við vit­um – algjört sælgæti. Að grilla lambalæri er fremur einfalt, þá ekki síst ef heimilið býr svo vel að eiga kjarnhitamæli. Meðlætið er eins einfalt og hugsast getur. Grillkartöflurnar leika þar stórt hlutverk og ekkert verið að flækja einfaldan hlut. Með kartöflunum er svo löguð einföld sósa úr sýrðum rjóma og steinselju. Grillaður maís og plómur sem búið er að skera í helminga og setja hunang yfir. Punkturinn yfir i-ið eru síðan portobello-svepp­irnir sem búið er að fylla með frönskum camembert-osti.

 

Veislulæri Hagkaups

 

 • Grilllæri frá Hag­kaup sem búið er að mar­in­era með ís­lensk­um kryd­d­jurt­um.
 • Bök­un­ar­kart­öfl­ur
 • Fersk­ur maís
 • Plóm­ur
 • Hun­ang
 • Pip­arostasósa
 • BBQ-sósa: Famous Dave Texas Dip

Dress­ing:

 • Sýrður rjómi
 • Fersk stein­selja

Aðferð:

 1. Hitið grillið upp í miðlungs­hita og setjið lærið á það. Æskilegt er að kjötið sé við stofu­hita þegar það fer á grillið.
 2. Snúið lær­inu reglu­lega (á 15-20 mín­útna fresti) uns kjarn­hit­inn er kom­inn upp í 65 gráður. Penslið reglu­lega með BBQ-sósu.
 3. Á sama tíma skal byrja að grilla kart­öfl­urn­ar en gott er að for­baka þær í ofni þar sem þær þurfa tölu­vert lang­an tíma til að verða geg­neldaðar.
 4. Hreinsið maís­inn og sjóðið í nokkr­ar mín­út­ur til að hann þurfi styttri tíma á grill­inu. Setjið því næst á grillið.
 5. Hreinsið stilk­inn og skafið inn­an úr svepp­un­um. Skerið ost­inn í sneiðar og raðið inn í svepp­inn.
 6. Skerið plóm­urn­ar í tvennt. Fjar­lægið stein­inn og hellið hun­angi yfir.
 7. Hitið sós­una upp í potti.
 8. Setjið maís­inn, svepp­ina og plóm­urn­ar á grillið og grillið uns til­búið.
 9. Takið af grill­inu, gott er að láta kjötið hvíla um stund áður en það er borið fram en hér er öll­um matn­um raðað á eitt fat og borið fram þannig.
 10. Afar ein­föld en al­gjör­lega frá­bær máltíð.

Grill hamborgarinn

Grillborgarinn okkar fer lengra en flestir aðrir borgarar á markaðnum. Klassískur hamborgari er venjulega 15-20% fita, en við ákváðum að hækka hlutfallið upp í 30%. Útkoman er líklega einn besti hamborgari á markaðnum í dag, gerður úr 100% íslensku nautakjöti. Hann nýtur sín hvað best grillaður, þar sem fituhlutfallið er hátt. Þú hreinlega verður að smakka þennan!

Grill hamborgarinn

 • Hag­kaups-grill­borg­ari með 30% fitu
 • kart­öflu­brauð frá Myll­unni
 • Sweet Baby Ray's Sweet & Spicy BBQ Sauce
 • Stokes Burger Rel­ish
 • tóm­at­ar
 • ag­úrk­ur
 • rauðlauk­ur
 • paprika
 • marí­bóost­ur í sneiðum
 • bei­kon
 • steik­ar- og grill­krydd frá Íslands­nauti
 • ferskt sal­at
 • Ca­vend­ish Crispy Classic-fransk­ar

Þessi gerð af ham­borg­ur­um kem­ur í þægi­leg­um neyt­endaum­búðum. Þeir eru mjög þétt­ir og sum­ir vilja fletja þá út en það er al­gjör­lega smekks­atriði. Það var ekki gert hér.

Kryddið borg­ar­ana með steik­ar- og grill­kryddi.

Skerið niður græn­metið.

Setjið ham­borg­ar­ann, bei­konið, rauðlauk­inn og paprik­una á grillið. Ham­borg­ar­inn er grillaður eft­ir smekk eða 3-5 mín­út­ur á hvorri hlið. Penslið með BBQ-sósu.

Grillið græn­metið þar til það eru komn­ar fal­leg­ar grill­rend­ur í það.

Setjið ost­inn á borg­ar­ann. Á sama tíma er gott að setja brauðið ör­snöggt á grillið til að fá á það fal­leg­ar rend­ur.

Takið af grill­inu og setjið borg­ar­ann sam­an.

Með ham­borg­ar­an­um eru hafðar fransk­ar. Snjallt er að setja þær inn í ofn meðan verið er að und­ir­búa borg­ar­ann. Ekki skemm­ir fyr­ir að hafa frönsk­urn­ar leng­ur inni í ofn­in­um og á hærri hita. Fylg­ist vel með þeim en þær verða sér­lega stökk­ar og góðar.