Hagkaup heim

Heimsendingarþjónusta

Í gegnum Hagkaup Heim er hægt að panta allar vörur sem fyrirtækið býður upp á og eru pantanir afgreiddar næsta virka dag eftir að þær berast.

Í gegnum Hagkaup Heim er hægt að panta allar vörur sem fyrirtækið býður upp á. Matvörupantanir sem berast fyrir klukkan 13:00 eru afgreiddar heim að dyrum næsta virka dag. Heimsendingargjald innan höfuðborgarsvæðis er 1.000 kr en fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira. Pantanir innan höfuðborgarsvæðisins eru keyrðar heim að dyrum af Hagkaup Heim en ef senda á pöntun út fyrir höfuðborgarsvæðið er henni komið til flutningsaðila sem sér svo um að koma pöntuninni á áfangastað.

Viðskiptavinir utan höfuðborgarsvæðisins geta valið með hvaða flutningsaðila pöntunin er send, svo lengi sem hann hafi starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Ef enginn flutningsaðili er tilgreindur er pöntunin send með Íslandspósti. Vinsamlegast athugið að ferskvara er ekki send út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem ekki er hægt að tryggja rétt geymsluskilyrði á meðan sendingin er að berast viðtakanda.

Síminn hjá Hagkaup Heim er 530-1076 og netfangið heim@hagkaup.is.