Heimsending

Hagkaup heim

Hagkaup býður upp á heimsendingarþjónustu sem hentar vel í annríki hversdagsins. Þú sendir okkur einfaldlega innkaupalistann, við tökum vörurnar til og sendum þér næsta virka dag. Innkaupalistann er hægt að koma til okkar á þrjá vegu:

  • Í síma  530 1020 (milli kl. 10 og 13).
  • Með tölvupósti á netfangið:  heim@hagkaup.is 
  • Í gegnum pöntunarformið hér fyrir neðan.

ATH: Panta þarf fyrir kl. 13:00 til að fá heimsent næsta virka dag. 

Heimsendingargjald innan höfuðborgarsvæðisins er 1.000 kr en fer eftir þyngd pöntunarinnar ef sent er út fyrir höfuðborgarsvæðið. Matarpantanir eru afgreiddar næsta virka dag frá því þær berast, á milli kl. 10 og 13, og sérvörupantanir eins fljótt og auðið er. Pantanir sem senda á út fyrir höfuðborgarsvæðið er komið til flutningsaðila sem sér svo um að koma þeim á áfangastað. Viðskiptavinur getur valið með hvaða flutningsaðila pöntunin er send, svo lengi sem hann hafi starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. 

Ef enginn flutningsaðili er tilgreindur er pöntunin send með Íslandspósti.

Á höfuðborgarsvæðinu er einnig boðið upp á heimsendingarþjónustu í verslunum Hagkaups alla virka daga. Þú einfaldlega verslar, borgar vörurnar við afgreiðslukassa og skilur þær svo eftir í höndum heimsendingarþjónustunnar. Vörurnar eru síðan keyrðar heim til þín þegar þér hentar á milli kl. 10 og 19. Vert er að hafa í huga að pantanir sem eiga að vera keyrðar heim á milli kl. 17 og 19 þurfa að hafa verið mótteknir og afgreiddar á kassa fyrir kl. 16. Ef senda á vörur út fyrir höfuðborgarsvæðið er þeim komið til flutningsaðila sem sér svo um að koma þeim á áfangastað. Viðskiptavinur getur valið með hvaða flutningsaðila vörurnar eru sendar, svo lengi sem hann hafi starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Vinsamlegast fyllið inn í formið hér að neðan.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Kaupandi:

Pöntunin:

Til að fyrirbyggja ruslpóst: