Skilareglur

reglur um vöruskil

Hagkaup hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þau réttindi sem þeir hafa sem viðskiptavinir fyrirtækisins. Neðar á þessari síðu geta viðskiptavinir kynnt sér þá skilmála er varða vöruskil og vöruskipti. Hagkaup kappkostar að rækja skyldur sína við viðskiptavini af kostgæfni á öllum stundum og leita allra leiða til að bæta þjónustu. Því eru allar ábendingar um það sem betur má fara vel þegnar, en að sama skapi er líka hagnýtt að fá að vita þegar eitthvað er vel gert.

Reglur um vöruskil
Hægt er að skila:

  • Fatnaði og sérvöru (t.d. leikföngum, búsáhöldum og snyrtivörum þar sem innsigli hefur ekki verið rofið)

Ekki er hægt að skila:

  • Nærfatnaði, sokkum, sokkabuxum þar sem innsigli er rofið, snyrtivörum þar sem innsigli er rofið, matvöru, hreinlætisvöru og útsöluvöru.

Kassakvittun er skilyrði fyrir vöruskilum. Hafi viðskiptavinur ekki kassakvittun, en viðkomandi vara er greinilega keypt í Hagkaup og er enn til sölu í versluninni, getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu.

Viðskiptavinum býðst að skrá inneignarnótu á kennitölu þegar vöru er skilað, en þannig getur viðskiptavinur síðar átt möguleika á að endurheimta glataða inneignarnótu gegn framvísun persónuskilríkja.

Ath. aðeins er tekið við skilavörum á milli 10:00 og 20:00

Gallaðar vörur

Skilafrestur á gölluðum vörum er eitt ár frá kaupum. Hægt er að skila vöru sé um vörugalla að ræða. Kassakvittun er skilyrði fyrir vöruskilum. Hafi viðskiptavinur ekki kassakvittun, en viðkomandi vara er greinilega keypt í Hagkaupi og er enn til sölu í versluninni, getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu.

Ávallt er boðin viðgerð á gallaðri vöru, ef því verður komið við. Ef ekki fæst nákvæmlega eins vara ógölluð fær viðskiptavinur vöruna endurgreidda.

Upphæð inneignarnótu
Upphæð inneignarnótu (eða endurgreiðslu þegar það á við) skal vera það verð sem kemur fram á kassakvittun. Liggi kassakvittun ekki fyrir skal upphæðin vera það verð sem gildir í versluninni þann dag sem skil eiga sér stað.

Inneignanóta gildir í 2 ár frá útgáfudegi.