Uppskriftir
Quesadillas
með eldgrilluðum kjúkling og guacamole
Quesadillas með eldgrilluðum kjúkling og guacamole. Þessi uppskrift algjör snilld. Einföld, næringarrík og djúsí.
Það sem þú þarft er:
Eldgrillaður kjúklingur sem þú færð nýgrillaðan
í verslunum okkar
Tortillas, mælum með Maria and Ricardo´s
Salsasósa
Rifinn ostur
Græn paprika
Rauðlaukur
Svartar baunir, einfaldast að nota úr dós
Maís í dós
California Style guacamole
Byrjið á að fjarlægja puruna af kjúklingnum og
rífa kjötið niður. Skerið paprikuna og rauðlaukinn og steikið á pönnu í nokkrar
mínútur. Setjið þá maísinn, svörtu baunirnar og kjúklinginn útá pönnuna og
hitið í gegn. Setjið salsasósu á tortilla köku og stráið rifnum osti yfir.
Setjið því næst vel af kjúklingnum og grænmetinu af pönnunni á tortilluna.
Leggið svo aðra tortillu ofaná og steikið á báðum hliðum á pönnu. Best er að
steikja á sitthvorri hliðinni þar til báðar tortillurnar eru orðnar brúnaðar og
osturinn vel bráðinn.
Skerið quesadilluna í sneiðar og berið fram með
guacamole