Uppskrift

BRASILÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

2 stk laukar
½ msk engifer, rifið
2 stk hvítlauksrif
1 stk rautt chili-aldin, fræhreinsað
2 msk ólífuolía
4 stk kjúklingabringur
1 dós hakkaðir tómatar
200 ml létt kókosmjólk
2 msk ferskt kóríander, saxað
1 msk hakkaðar möndlur
1 stk límóna, skorin í báta


Setjið lauk, engifer, hvítlauk og chili-aldin saman í matvinnsluvél og maukið. Hitið 1 msk af olíunni á pönnu við meðalhita og steikið kjúklinginn í 5 mínútur á hvorri hlið. Hitið afganginn af olíunni og steikið laukmaukið í u.þ.b. 5–7 mínútur. Bætið hökkuðum tómötum út í og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið þá kókosmjólk og kjúklingi út í og látið malla áfram í 20–25 mínútur. Berið fram með fersku kóríander, möndlum og límónubátunum

Uppskriftir

BRASILÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

2 stk laukar
½ msk engifer, rifið
2 stk hvítlauksrif
1 stk rautt chili-aldin, fræhreinsað
2 msk ólífuolía
4 stk kjúklingabringur
1 dós hakkaðir tómatar
200 ml létt kókosmjólk
2 msk ferskt kóríander, saxað
1 msk hakkaðar möndlur
1 stk límóna, skorin í báta


Setjið lauk, engifer, hvítlauk og chili-aldin saman í matvinnsluvél og maukið. Hitið 1 msk af olíunni á pönnu við meðalhita og steikið kjúklinginn í 5 mínútur á hvorri hlið. Hitið afganginn af olíunni og steikið laukmaukið í u.þ.b. 5–7 mínútur. Bætið hökkuðum tómötum út í og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið þá kókosmjólk og kjúklingi út í og látið malla áfram í 20–25 mínútur. Berið fram með fersku kóríander, möndlum og límónubátunum