Uppskrift

Glútenlaust kex – hratið úr djúsvélinni notað

2 dl hörfræ, lögð í bleyti í 4 dl af vatni í 2–4 klst
2 dl hrat af grænmetis- eða ávaxtasafa
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl sólblómafræ
1 msk salt
2 msk af kryddi að eigin vali (t.d. karrí, timian, hvítlaukur, wasabi, chili)

Allt sett í hrærivél og hrært saman. Með því að nota litla ískúluskeið mótið þið kúlur sem flattar eru út og setjið á smjörpappír. Bakið við 180°C í 12 mín., snúið kexinu við og haldið áfram að baka í 12 mín. eða þar til það er orðið gyllt og fallegt.
Ef þið notið þurrkofn er deigið sett á teflax blað og inn í ofn, hann stilltur á 145°F (63°C) fyrsta klukkutímann, síðan er hitinn lækkaður í 110°F (43°C) í 6 klst., kexinu snúið, teflax blaðið fjarlægt og haldið áfram að þurrka í aðrar 8–12 klst. eða þar til kexið er orðið þurrt. Geymist í loftþéttu íláti í um 1 mánuð. Þessi uppskrift passar á 2 þurrkofnsplötur.


Uppskriftir

Glútenlaust kex – hratið úr djúsvélinni notað

2 dl hörfræ, lögð í bleyti í 4 dl af vatni í 2–4 klst
2 dl hrat af grænmetis- eða ávaxtasafa
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl sólblómafræ
1 msk salt
2 msk af kryddi að eigin vali (t.d. karrí, timian, hvítlaukur, wasabi, chili)

Allt sett í hrærivél og hrært saman. Með því að nota litla ískúluskeið mótið þið kúlur sem flattar eru út og setjið á smjörpappír. Bakið við 180°C í 12 mín., snúið kexinu við og haldið áfram að baka í 12 mín. eða þar til það er orðið gyllt og fallegt.
Ef þið notið þurrkofn er deigið sett á teflax blað og inn í ofn, hann stilltur á 145°F (63°C) fyrsta klukkutímann, síðan er hitinn lækkaður í 110°F (43°C) í 6 klst., kexinu snúið, teflax blaðið fjarlægt og haldið áfram að þurrka í aðrar 8–12 klst. eða þar til kexið er orðið þurrt. Geymist í loftþéttu íláti í um 1 mánuð. Þessi uppskrift passar á 2 þurrkofnsplötur.