Uppskrift

Kalkúnalundir í hafrakryddhjúp með sætkartöflu- og mangósalati

Fyrir 4
800 g kalkúnalundir
80 g hafrar
1 msk paprikuduft
2 msk kórianderfræ
(gróft möluð)
fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
1 msk grófmalaður pipar
1 msk sjávarsalt
ólífuolía
100 g smjör

Sætkartöflu- og mangósalat
800 gr sætar kartöflur (skrældar)
1 poki grænkál (búið að taka stilkinn úr og skera gróft niður)
1 msk sojasósa
2 stk vorlaukar (fínt skorinn)
1 stk mangó (skrælt og skorið í kubba)
ólífuolía
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn


Þerrið kalkúnalundirnar vel með eldhúspappír. Blandið öllu hinu hráefninu nema smjörinu vel saman í fati. Veltið kalkúnalundunum upp úr blöndunni þar til þær eru hjúpaðar allan hringinn. Hitið pönnu með vel af ólífuolíu á og steikið kalkúnalundirnar á þeim í 1 ½ mín, bætið svo smjörinu út á og snúið þeim við á pönnunni og steikið í 1 ½ mín í viðbót og ausið smjörinu yfir þær á meðan. Setjið lundirnar í eldfast mót inn í 180°C heitan ofninn í 20 mín eða þar til þær hafa náð 74°C kjarnhita. Takið lundirnar úr ofninum, setjið álpappír yfir mótið og látið lundirnar jafna sig í 10 mín.

Sætkartöflu- og mangósalat
Skerið sætu kartöflurnar í kubba og veltið upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið inn í 200°C heitan ofn í ca. 40 mín. Kælið síðan kartöflurnar. Hitið pönnu með ólífuolíu á og steikið grænkálið þar til það er farið að mýkjast, hellið svo sojasósunni yfir grænkálið meðan það er á pönnunni og kælið. Setjið vorlaukinn, mangóið, sætu kartöflurnar og grænkálið saman í skál og hellið dressingunni yfir. Smakkið til með salti og pipar.
Dressing fyrir salat
150 gr grísk jógúrt
1 msk sojasósa
1 tsk sambal oelek
1 tsk maple sýróp
safi úr ½ sítrónu
sjávarsalt

Blandið öllu hráefninu saman í skál.

Uppskriftir

Kalkúnalundir í hafrakryddhjúp með sætkartöflu- og mangósalati

Fyrir 4
800 g kalkúnalundir
80 g hafrar
1 msk paprikuduft
2 msk kórianderfræ
(gróft möluð)
fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
1 msk grófmalaður pipar
1 msk sjávarsalt
ólífuolía
100 g smjör

Sætkartöflu- og mangósalat
800 gr sætar kartöflur (skrældar)
1 poki grænkál (búið að taka stilkinn úr og skera gróft niður)
1 msk sojasósa
2 stk vorlaukar (fínt skorinn)
1 stk mangó (skrælt og skorið í kubba)
ólífuolía
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn


Þerrið kalkúnalundirnar vel með eldhúspappír. Blandið öllu hinu hráefninu nema smjörinu vel saman í fati. Veltið kalkúnalundunum upp úr blöndunni þar til þær eru hjúpaðar allan hringinn. Hitið pönnu með vel af ólífuolíu á og steikið kalkúnalundirnar á þeim í 1 ½ mín, bætið svo smjörinu út á og snúið þeim við á pönnunni og steikið í 1 ½ mín í viðbót og ausið smjörinu yfir þær á meðan. Setjið lundirnar í eldfast mót inn í 180°C heitan ofninn í 20 mín eða þar til þær hafa náð 74°C kjarnhita. Takið lundirnar úr ofninum, setjið álpappír yfir mótið og látið lundirnar jafna sig í 10 mín.

Sætkartöflu- og mangósalat
Skerið sætu kartöflurnar í kubba og veltið upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið inn í 200°C heitan ofn í ca. 40 mín. Kælið síðan kartöflurnar. Hitið pönnu með ólífuolíu á og steikið grænkálið þar til það er farið að mýkjast, hellið svo sojasósunni yfir grænkálið meðan það er á pönnunni og kælið. Setjið vorlaukinn, mangóið, sætu kartöflurnar og grænkálið saman í skál og hellið dressingunni yfir. Smakkið til með salti og pipar.
Dressing fyrir salat
150 gr grísk jógúrt
1 msk sojasósa
1 tsk sambal oelek
1 tsk maple sýróp
safi úr ½ sítrónu
sjávarsalt

Blandið öllu hráefninu saman í skál.