Uppskrift

Möndlu- og ­límónukaka

2 dl jógúrt, má vera soja, hrísgrjóna, kókos eða úr kúamjólk
½ dl límónusafi
1 msk límónuhýði
½ dl kókosolía eða önnur góð
3 dl malaðar möndlur
1 dl grófmalað spelt
½ dl kjúklingabaunamjöl – hægt að nota fíntmalað spelt
2 dl hrásykur – hægt að nota döðlumauk eða agave/hlynsíróp
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk vanilla – duft eða dropar
salt af hnífsoddi
Ofan á:
2 dl möndluflögur – hægt að búa til sjálf/ur
2 msk hrásykur eða agave/hlynsíróp
2 msk möndlumjólk – hægt að nota hvaða mjólk sem er
salt af hnífsoddi

Hrærið saman jógúrt, límónusafa, límónuhýði og olíu í skál. Í annarri skál blandið saman möluðum möndlum, spelti, kjúklingabaunamjöli, hrásykri, vínsteinslyftidufti, vanillu og salti. Hrærið þessari blöndu út í jógúrtblönduna, setjið í smurt hringlaga form. Hrærið saman möndluflögum, hrásykri, möndlumjólk og nokkrum saltkornum og dreifið yfir deigið. Bakið við 180°C í um 25 mín. Látið kökuna kólna áður en borin fram. Frábær með þeyttum rjóma, jurtarjóma eða möndlu­rjóma.


Uppskriftir

Möndlu- og ­límónukaka

2 dl jógúrt, má vera soja, hrísgrjóna, kókos eða úr kúamjólk
½ dl límónusafi
1 msk límónuhýði
½ dl kókosolía eða önnur góð
3 dl malaðar möndlur
1 dl grófmalað spelt
½ dl kjúklingabaunamjöl – hægt að nota fíntmalað spelt
2 dl hrásykur – hægt að nota döðlumauk eða agave/hlynsíróp
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk vanilla – duft eða dropar
salt af hnífsoddi
Ofan á:
2 dl möndluflögur – hægt að búa til sjálf/ur
2 msk hrásykur eða agave/hlynsíróp
2 msk möndlumjólk – hægt að nota hvaða mjólk sem er
salt af hnífsoddi

Hrærið saman jógúrt, límónusafa, límónuhýði og olíu í skál. Í annarri skál blandið saman möluðum möndlum, spelti, kjúklingabaunamjöli, hrásykri, vínsteinslyftidufti, vanillu og salti. Hrærið þessari blöndu út í jógúrtblönduna, setjið í smurt hringlaga form. Hrærið saman möndluflögum, hrásykri, möndlumjólk og nokkrum saltkornum og dreifið yfir deigið. Bakið við 180°C í um 25 mín. Látið kökuna kólna áður en borin fram. Frábær með þeyttum rjóma, jurtarjóma eða möndlu­rjóma.