Uppskrift

MOUSSAKA

350 g nautahakk,
má líka vera lambahakk
1 stk laukur, grófsaxaður
1 stk hvítlauksrif, pressað
1 tsk kóríanderkrydd
15 g hveiti
80 ml rauðvín
250 ml tómat passata eða tómat pastasósa
2 msk tómatmauk úr sólþurrkuðum tómötum
salt og nýmalaður pipar
1 stk eggaldin, þunnsneitt
ólífuolía, til penslunar
1 stk egg
100 ml grísk jógúrt
35 g rifinn parmesanosturSteikið hakkið á meðalheitri pönnu, hellið öllum vökva frá og bætið laukunum út í og steikið þar til þeir verða mjúkir í gegn. Bætið kóríanderkryddinu og hveiti saman við og hrærið saman í um mínútu. Bætið rauðvíninu smám saman út í ásamt pastasósunni og tómatmaukinu, kryddið með salti og pipar og látið malla í 20–30 mínútur. Hitið grillið í ofninum og raðið eggaldininu á pappírsklædda ofnplötu, kryddið með salti og pipar og grillið í 5–6 mínútur á hvorri hlið í miðjum ofninum.
Hrærið eggið saman við jógúrtið og kryddið með salti og pipar. Setjið hakkið í eldfast mót, raðið eggaldininu yfir og hellið jógúrtinu þar ofan á. Stráið parmesan­ostinum yfir og eldið í 180°C heitum ofni í 40 mínútur.

Uppskriftir

MOUSSAKA

350 g nautahakk,
má líka vera lambahakk
1 stk laukur, grófsaxaður
1 stk hvítlauksrif, pressað
1 tsk kóríanderkrydd
15 g hveiti
80 ml rauðvín
250 ml tómat passata eða tómat pastasósa
2 msk tómatmauk úr sólþurrkuðum tómötum
salt og nýmalaður pipar
1 stk eggaldin, þunnsneitt
ólífuolía, til penslunar
1 stk egg
100 ml grísk jógúrt
35 g rifinn parmesanosturSteikið hakkið á meðalheitri pönnu, hellið öllum vökva frá og bætið laukunum út í og steikið þar til þeir verða mjúkir í gegn. Bætið kóríanderkryddinu og hveiti saman við og hrærið saman í um mínútu. Bætið rauðvíninu smám saman út í ásamt pastasósunni og tómatmaukinu, kryddið með salti og pipar og látið malla í 20–30 mínútur. Hitið grillið í ofninum og raðið eggaldininu á pappírsklædda ofnplötu, kryddið með salti og pipar og grillið í 5–6 mínútur á hvorri hlið í miðjum ofninum.
Hrærið eggið saman við jógúrtið og kryddið með salti og pipar. Setjið hakkið í eldfast mót, raðið eggaldininu yfir og hellið jógúrtinu þar ofan á. Stráið parmesan­ostinum yfir og eldið í 180°C heitum ofni í 40 mínútur.