Uppskrift

NAUTAFILÉ Í RAUÐVÍNSSÓSU

1½ msk ólífuolía
2 stk laukar, sneiddir
100 g gulrætur, skornar í 1 cm þykka bita
1 stk hvítlauksrif, pressað
100 g beikon, skorið í bita
600 g nautafilé, skorið í 1½ cm þykka bita
500 ml rauðvín
1 stk grænmetisteningur
5 stk greinar timjan
1 msk smjör
1 msk heilhveiti
250 g sveppir, skornir til helminga
1 msk tómatkraftur
salt og nýmalaður pipar
H

Kartöflumús
4 stk bökunarkartöflur
50 ml mjólk
2 msk smjör
salt eftir smekk


Hitið ólífuolíuna í potti við meðalhita og steikið laukinn og gulræturnar þar til laukurinn verður mjúkur í gegn, u.þ.b. 7 mínútur. Bætið hvítlauknum og beikoninu út í ásamt nautakjötinu og brúnið allar hliðar kjötsins, u.þ.b. 7 mínútur. Hellið rauðvíninu og grænmetiskraftsteningnum út í, leggið timjangreinarnar ofan á kjötið og látið malla við meðal­hita í 30 mínútur. Steikið sveppina upp úr smjörinu og setjið þá saman við kjötið ásamt tómatmaukinu og látið malla áfram í 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Ef þið viljið þykkja sósuna, hrærið þá 1 msk af mjúku smjöri saman við 1 msk af hveiti og 1 msk af sósunni, hellið út í pottinn og látið malla áfram þar til ákjósanlegri þykkt er náð. Berið fram með kartöflumús.
Skerið kartöflurnar í minni bita og sjóðið. Skrælið kartöflurnar og bætið mjólk, smjöri og salti út í og stappið saman með kartöflustappara. Einnig er hægt að setja kartöflurnar í hrærivél en gætið þess þá að hræra ekki of lengi.

Uppskriftir

NAUTAFILÉ Í RAUÐVÍNSSÓSU

1½ msk ólífuolía
2 stk laukar, sneiddir
100 g gulrætur, skornar í 1 cm þykka bita
1 stk hvítlauksrif, pressað
100 g beikon, skorið í bita
600 g nautafilé, skorið í 1½ cm þykka bita
500 ml rauðvín
1 stk grænmetisteningur
5 stk greinar timjan
1 msk smjör
1 msk heilhveiti
250 g sveppir, skornir til helminga
1 msk tómatkraftur
salt og nýmalaður pipar
H

Kartöflumús
4 stk bökunarkartöflur
50 ml mjólk
2 msk smjör
salt eftir smekk


Hitið ólífuolíuna í potti við meðalhita og steikið laukinn og gulræturnar þar til laukurinn verður mjúkur í gegn, u.þ.b. 7 mínútur. Bætið hvítlauknum og beikoninu út í ásamt nautakjötinu og brúnið allar hliðar kjötsins, u.þ.b. 7 mínútur. Hellið rauðvíninu og grænmetiskraftsteningnum út í, leggið timjangreinarnar ofan á kjötið og látið malla við meðal­hita í 30 mínútur. Steikið sveppina upp úr smjörinu og setjið þá saman við kjötið ásamt tómatmaukinu og látið malla áfram í 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Ef þið viljið þykkja sósuna, hrærið þá 1 msk af mjúku smjöri saman við 1 msk af hveiti og 1 msk af sósunni, hellið út í pottinn og látið malla áfram þar til ákjósanlegri þykkt er náð. Berið fram með kartöflumús.
Skerið kartöflurnar í minni bita og sjóðið. Skrælið kartöflurnar og bætið mjólk, smjöri og salti út í og stappið saman með kartöflustappara. Einnig er hægt að setja kartöflurnar í hrærivél en gætið þess þá að hræra ekki of lengi.