Uppskriftir
Ofnbakaður lambahryggur með papriku chimichurri og fetaosti
fyrir 4 að hætti Rikku2.5 kg lambahryggur
4 msk ólífuolía
1/2 tsk chili flögur
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskt oreganó, saxað
salt og nýmalaður pipar
CHIMICHURRI
2 msk olía af grilluðum
papríkum
1 msk rauðvínsedik
1-2 hvítlauksrif
1/2 skalottlaukur
1/4 tsk chili flögur
200 g grillaðar papríkur í olíu, sigtið olíuna frá
2 msk ferskt oreganó, saxað
10 svartar ólífur
salt og nýmalaður pipar
50 g fetaostakubbur, mulinn
Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjötið í eldfast mót og stingið göt með oddhvössum hníf í kjötið. Blandið ólífuolíunni saman við chili flögurnar, hvítlaukinn og oreganóið, kryddið með salti og pipar og penslið yfir hrygginn. Leggið álpappír yfir kjötið og bakið þannig í 30 mínútur. Fjarlægið álpappírinn og bakið áfram í 30 mínútur.
CHIMICHURRI: Setjið olíuna og edikið í matvinnsluvél ásamt laukunum og chili flögunum og maukið. Bætið paprikunum, oreganóinu og ólífunum saman við og grófhakkið. Kryddið með salti og pipar. Smyrjið maukinu ofan á heitan lambahrygginn og stráið fetaostinum yfir.