Uppskriftir

GAZPACHO

2 stk hvítlauksrif, pressuð
½ stk rauðlaukur, saxaður
1 stk agúrka, skorin í litla bita
5 stk stórir tómatar, skornir í bita
½ stk kúrbítur, skorinn í bita
2 stk sellerístilkar, skornir í bita
salt og nýmalaður pipar eftir smekk
1 l tómatsafi
3 msk ólífuolía
11/2 msk rauðvínsedik
2 msk hrásykur
6 dropar tabasco

Setjið saman hvítlauk, rauðlauk, helminginn af agúrk­unni og tómötunum, helminginn af kúrbítnum, selleríinu og tómatsafanum og blandið vel saman. Bætið ólífuolíunni, rauðvínsedikinu og sykrinum saman við og blandið. Kryddið með salti, pipar og Tabasco sósunni. Blandið afganginum af grænmetinu og safanum saman við og setjið í skál. Kælið súpuna í a.m.k. klukkustund. Gott er að bera súpuna fram með ristuðu brauði.