Uppskriftir

GRILLUÐ LAS VEGAS STEIK

1½ tsk cumin fræ
1 msk púðursykur
1 stk hvítlauksrif, pressað
1½ tsk kanill
1 tsk oreganó krydd
1 tsk paprikukrydd
¼ tsk chili-aldin flögur
salt og nýmalaður pipar
800 g nautafilé

Ristið cumin fræin á þurri meðalheitri pönnu. Myljið fræin í mortéli eða með kökukefli. Blandið cumin fræjunum saman við púðursykurinn, hvítlaukinn og afganginn af kryddunum. Nuddið kryddblöndunni báðum megin á steikina. Leggið steikina á disk og leggið filmuplast létt yfir og látið standa í 15–20 mínútur. Grillið á meðalheitu grilli í 5 mín. á hvorri hlið og hvílið kjötið í 4 mínútur.
Gott er að bera fram með fersku salati með sinnepssósu á bls. 51 og bökuðum kartöflum.