Uppskriftir

Grísaborgari

með perum gráðaosti og sætum kartöflum

Fyrir fjóra:
500 gr grísahakk
60 gr gráðaostur
100 gr klettasalat
1/2 pera, skorin langsöm í þunnar sneiðar
1/2 rauðlaukur
1 msk ólífuolía
1 msk rauðvíns edik
4 hamborgarabrauð
1 poki sætkartöflu franskar
Salt og pipar

Mótið fjóra borgara úr grísahakkinu. Hitið olíu í meðalhita á pönnu og brúnið borgarana vel á báðum hliðum. Saltið og piprið eftir smekk. Þegar borgarinn er orðinn vel brúnaður á seinni hliðinni, snúið honum aftur við, setjið gráðaost ofan á hann og eldið áfram þar til osturinn er orðinn bráðinn og borgarinn vel eldaður í gegn. Ath að grísahakk þarf að elda í gegn.
Setjið klettasalatið, rauðlaukinn og peruna í skál. Hellið rauðvínsedikinu og ólífuolíunni yfir. Blandið saman.
Ristið hamborgarabrauðin og smyrjið að innan með mayonesi. Setjið borgarann á og salatið yfir.
Berið fram með sætkartöflu frönskum og hvítlaukssóu.