Uppskriftir

KASHMÍR ­LAMBALÆRI

1 stk lambalæri ca. 21/2 kg
2 msk ferskur sítrónusafi
1 msk ferskt rifið engifer
4 stk hvítlauksrif, pressuð
1 tsk salt
1 tsk cuminkrydd
1 tsk turmeric
½ tsk kanill
½ tsk chili-flögur
¼ tsk negull
250 ml létt AB-mjólk
2 msk möndluflögur
1 msk pistasíuhneturSetjið sítrónusafa, engifer, hvítlauk, salt, cumin, turmeric, kanil, chili-flögur og negul saman í skál og hrærið. Skerið um 20 sentimetra langar raufar vítt og breitt í lærið. Nuddið kryddblöndunni á kjötið. Blandið AB-mjólk, möndlum og pistasíuhnetum saman í matvinnsluvél og grófblandið saman með púls-takkanum. Hellið yfir lambið, leggið plastfilmu yfir kjötið og geymið í kæli yfir nótt. Hitið ofninn í 230°C. Leggið álpappír létt yfir lærið og bakið í 30 mínútur. Lækkið hitann í 180°C og eldið áfram í 80 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 62–63°. Takið álpappírinn af þegar um 20 mínútur eru eftir af eldunartímanum.