Uppskriftir

Maltgrísalæri

1 stk maltgrísalæri
5 msk ólífuolía
3 msk sjávarsalt
2 msk grófmalaður svartur pipar
3 msk gróft sinnep


Skerið í puruna á lærinu og veltið því svo upp úr ólífuolíunni og kryddið það allan hringinn með saltinu og piparnum. Setjið inn í 160 gráðu heitan ofninn í 2,5 tíma. Takið lærið út og smyrjið sinnepinu yfir það og
eldið í 20 mín í viðbót.