Uppskriftir

OREGANÓ ­LAMBAPRIME

800 g lambaprime
salt og nýmalaður pipar
8–10 stk stilkar af fersku oreganó
2 msk ólífuolía
½ dl hunang
½ dl sterkt sinnep
2 m sláturgarnHitið ofninn í 200°C. Nuddið lambið með salti og pipar. Raðið oreganólaufunum á lambið og festið með sláturgarninu. Raðið lambinu á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 15 mínútur. Hrærið saman sinnepinu og hunanginu og penslið kjötið og bakið áfram í 5–10 mínútur.
Gott er að bera réttinn fram með kartöflusalati með dilli, sjá bls. 53.