Uppskriftir

RATATOUILLEFYLLT LAMBALÆRI FYRIR 6

2 msk ólífuolía
1 stk laukur, grófsaxaður
3 stk hvítlauksrif, pressuð
1 stk eggaldin, skorið í 1 cm þykka bita
1 stk rauð paprika, skorin í 1 cm þykka bita
1 stk kúrbítur, skorinn í 1 cm þykka bita
1/2 dós hakkaðir tómatar
1½ msk tómatkraftur
1 msk fersk söxuð basilika
11/2 kg úrbeinað lambalæri
salt og nýmalaður pipar
1 stk rifinn börkur af 1 sítrónu
4–5 stk timjangreinar, saxaðar
eldhúsgarn


Hitið olíuna í potti og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið hvítlaukn-um, eggaldininu, papriku og kúrbít út í og steikið í nokkrar mínútur. Hellið tómötunum og tómatkraftinum saman við og látið malla í 15 mínútur. Bætið basiliku út í og kælið. Hitið ofninn í 240°C. Kryddið lærið að innan sem utan með salti og pipar og fyllið með grænmetinu. Bindið kjötið saman með kokkabandi og leggið á pappírs-klædda ofnplötu. Stingið raufar hér og þar í kjötið og fyllið með sítrónuberkinum og timjaninu. Bakið lærið í 20 mínútur, lækkið þá hitann í 220°C og eldið áfram í 80 mínútur. Takið lærið út og látið það standa í 10–15 mínútur áður en það er borið fram.