Uppskriftir

Tilbúin Wellington

Eldunarleiðbeiningar


Eldunarleiðbeiningar - Tilbúin Wellington frá Hagkaup

Takið nautalundina úr frosti 30 klukkutímum fyrir eldun og látið þiðna í kæli.

Forhitið ofninn í 200°C á blæstri.

Setjið nautalundina á smjörpappír á heita ofn-plötu í miðjan ofninn og bakið þar til hiti er kominn í 50°C í kjarnhita. Eldunartími í ofni er u.þ.b. 50 mínútur. Takið steikina út og leyfið henni að hvíla í u.þ.b. 25 mínútur, eða þar til kjarnhiti hefur náð 58-60°C áður en hún er skorin. Gott er að hafa hreint viskustykki yfir á meðan steikin fær að hvíla. Þessar tölur eru miðaðar við að kjötið sé meðalsteikt. Athugið að ofnar geta verið mismunandi best er að notast við kjöthitamælir.