Heimili og

birgðahald

Listi yfir æskilegt birgðahald heimila í heimsfaraldri

Tékklisti til heimila í afkvíun eða sóttkví

Á eftirfarandi síðum má finna ráðgefandi lista yfir áætlaða matarþörf einstaklings og fjölskyldna af mismunandi stærð, í eina viku samkvæmt Embætti landlæknis.

Fjölskylda
Ungbörn, 0-1 árs
Barn, 1-5 ára
Barn, 6-12 ára
Fullorðinn einstaklingur

Sækja lista yfir æskilegt birgðahald heimila í heimsfaraldri (PDF)

Dæmi um matvörur með langt geymsluþol:

 • Niðursuðuvörur tilbúnar til neyslu, kjötréttir, fiskréttir, grænmeti, ávextir, baunir og súpur.
 • Grænmetissúpur og kartöflumús í pakka.
 • G-mjólk og ávaxtasafi með langt geymsluþol.
 • Kornvörur, pasta og hrísgrjón.
 • Morgunkorn, múslí og haframjöl.
 • Hrökkbrauð og kex.
 • Þurrkaðir ávextir.
 • Hnetusmjör, hnetur.
 • Matarolía.
 • Ungbarnafæða á krukkum, ungbarnagrautar og ungbarnamjólk, ef ungbarn á heimilinu.
 • Önnur matvara með langt geymsluþol.
 • Gæludýrafóður, ef gæludýr er á heimilinu.