Tékklisti
6 - 12 ára barn
Tékklisti fyrir heimili sem eru í einangrun í eina viku
3. útgáfa, Embætti landlæknis, svið lýðheilsu heilbrigðis, febrúar 2020.
6-12 ára (2.000 kcal/dag)
Þurrvörur
- 200 g haframjöl
- 85 g múslí
- 0,85 pakki af grófu hrökkbrauði (400 g)
- 0,85 pakki kex (330 g)
- 40 g kartöflumúsaduft (2 skammtar, með stroganoff og pylsum)
- 100 g hrísgrjón (hýðis/hvít, með niðursoðnum baunum og fiskibollum)
- 85 g pasta (heilhveiti/venjulegt, með túnfisk og grænmeti)
- 200 g þurrkaðir ávextir blandaðir
- 85 g hnetur (ekki fyrir eins árs og yngri, athuga hættu á að standi í hálsi barna)
- ¼ pk stroganoff/annar þurrblöndupakki (notist með fersku kjöti og kartöflumús)
- ½ pk pastaréttur með kjöti þurrvara í pakka (notist eitt og sér)
- 0,5 pk grænmetissúpa í pakka (t.d. aspas, blómkál, annað)
- 40 g strásykur (eða lítill pakki)
Ferskar vörur
- 0,85 L súrmjólk/léttsúrmjólk/ab-mjólk/létt ab-mjólk
- 2 L léttmjólk (til drykkjar fyrir börnin)
- 125 g smjörvi
- 415 g ostur
- 125 g nautagúllas, hakk eða annað ferskt kjöt
- 1 stk „skyndiréttur“ (t.d. hakkbollur)
- 1 kg ferskt grænmeti
- t.d. 1 pakki tómatar, 2 paprikur og 1 agúrka
- 0,85 samlokubrauð gróft (alls u.þ.b. 600 g)
Niðursuðuvara/geymsluþolin vara
- 0,85 L G-mjólk
- 1,250 L ávaxtasafi 100% hreinn (með löngu geymsluþoli)
- Tæplega ½ lítil ferna ávaxtagrautur (200 ml)
- Tæplega ½ pakki lifrarkæfa (u.þ.b. 85 g)
- 2 pylsur
- Tæplega ½ krukka hnetusmjör (u.þ.b. 85 g)
- Tæplega ½ krukka maríneruð síld, lítil (u.þ.b. 50 g)
- Tæplega ½ dós túnfiskur í vatni/olíu (75 g) (notist með pasta)
- Tæplega ½ lítil dós niðursoðnar fiskibollur í dós (u.þ.b. 170 g með öllu í dósinni)
- Tæplega ½ dós bakaðar baunir í tómatsósu (u.þ.b. 170 g)
- 0,85 dós blandað niðursoðið grænmeti (400 g)
- 200 g niðursoðnir ávextir
- 40 ml matarolía
- 40 g berjasulta