Tékklisti

Ungbörn 0-1 árs

Tékklisti fyrir heimili sem eru í einangrun í eina viku

3. útgáfa, Embætti landlæknis, svið lýðheilsu heilbrigðis, febrúar 2020.

Nauðsynlegt er að taka sérstakt tillit til barna á fyrsta aldursári ef þau eru á heimilinu, sérstaklega þeirra barna sem ekki eru á brjósti. Fyrir börn yngri en fjögurra mánaða sem ekki eru á brjósti þarf eingöngu að gera ráð fyrir ungbarnamjólk (þurrmjólk eða tilbúin blanda). Fyrir 4–6 mánaða börn sem ekki eru á brjósti getur þurft til viðbótar við ungbarnamjólk að gera ráð fyrir ungbarnagraut og e.t.v. ungbarnamauki á krukku (ávaxta- og grænmetismauk), allt eftir þörfum barnsins. Gert er ráð fyrir krukkumat við þessar aðstæður. Það getur einnig dugað fyrir 6–9 mánaða gamalt barn nema þá bætast við til viðbótar við ávaxta- og grænmetismauk fleiri tegundir af mauki t.d. kjöt og fiskur og í meira magni.