30. Júní 2022

Ljómaðu í sumar

Þessa vikuna eru valdar vörur frá Estée Lauder, Clinique, Smashbox, MAC, Origins og Glamglow á Tax free plús auka 20% afslætti! Ég ætla að segja ykkur frá fimm vörum sem ég dýrka og dái sem eru á þessum tvöfalda afslætti. Allar eiga þessar vörur það sameiginlegt að gefa húðinni fallegan ljóma og góðan raka, en það er einmitt það sem ég elska, sérstaklega svona á sumrin!

Estée Lauder - Advanced Night Repair

Frábærir andlitsdropar sem vinna á húðinni þinni á meðan þú sefur. Gefa húðinni góðan raka og fallegan ljóma ásamt því að vinna gegn hrukkum, fínum línum og öðrum öldrunareinkennum húðarinnar. Ég er mjög hrifin af þessari vöru og þegar ég notaði hana fyrst sá ég samstundis mun á húðinni þegar ég vaknaði daginn eftir. Húðin verður einhvern veginn eins og hún sé ferskari og ljóminn sem Advanced Night Repair gefur er algjör bomba! 

Smashbox – Photo Finish Illuminate Glow Primer

Hér er um að ræða farðagrunn sem gefur ótrúlega fallegan ljóma og inniheldur C vítamín. Ljóminn af farðagrunninum kemur ótrúlega fallega í gegnum farða og ég nota hann bæði undir létta farða og fullþekju farða. Það er hægt að nota farðagrunninn yfir allt andlitið eða bara á hæstu punkta andlitsins þar sem ljósið lendir á andlitinu. Smashbox vita alveg hvað þau eru að gera þegar kemur að farðagrunnum!

Origins - Drink up 10 Minute mask

Rakabomba sem vökvar húðina sem gefur henni gott rakaskot á einungis 10 mínútum. Þessi dásamlegi maski pakkar raka í húðina og skilur hana eftir svo ótrúlega mjúka og ljómandi auk þess sem hann endurbyggir húðina. Það er líka svo fáránlega góð lykt af þessum maska, ég elska að baða andlitið á mér upp úr honum. Maskinn inniheldur meðal annars svissneskt jökulvatn, hýalúrónsýru og apríkósu.

Clinique - Moisture Surge Concentrate

Æðislegt olíulaust rakagel sem kælir, nærir og vinnur gegn þurrki í húðinni. Þessi vara kom inn í líf mitt fyrr á þessu ári og hefur svo sannarlega sannað sig. Ég elska að nota þetta á morgnanna því þetta hefur ótrúlega frískandi áhrif á húðina og er góður rakagrunnur inn í daginn. Einnig finnst mér frábært að hafa þennan olíulausa rakagjafa í förðunarkittinu mínu til þess að nota á viðskiptavini sem koma í förðun. Varan inniheldur sérstaka tækni sem sameinar vatnsbindandi efni með hjúpuðum andoxunarefnum og veitir húðinni raka í allt að 72 klukkustundir.

MAC - Strobe cream

Dásamlegt rakakrem sem er stútfullt af vítamínum og raka fyrir þreytta og líflausa húð. Gefur húðinni rosalega fallegan ljóma og mér finnst þetta krem frábært sem ljómandi farðagrunnur. Ég hef líka blandað því við farða til þess að fá létt og ljómandi, litað dagkrem!

 

Ég minni bara á að passa upp á að gefa húðinni nóg af raka yfir sumarið, sérstaklega þegar við fáum hlýtt og kalt veður svona til skiptis.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup