17. Október 2022

Þrjár milljónir til Krabbameinsfélagsins

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár en á föstu­dag­inn af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á þrjár millj­ón­ir króna sem söfnuðustu höfðu í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

 

„Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja átakið með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups en ávís­un­in var af­hent við hátíðlega at­höfn í bleiku boði sem hald­in var í Hag­kaup í Kringl­unni á föstu­dag­inn.

„Söfn­un­in stóð yfir í viku og það stóð ekki á viðskipta­vin­um Hag­kaups sem styrktu átakið um 1.5 millj­ón og lagði Hag­kaup sömu upp­hæð á móti og söfnuðust alls þrjár millj­ón­ir. Þann 15. októ­ber hél­um við bleikt boð þar sem boðið var upp á freyðandi óá­fenga drykki, veit­ing­ar frá 17 sort­um, Sigga Kling spáði fyr­ir gest­um og gang­andi og ávís­un­in var af­hent,“ seg­ir Eva Lauf­ey.

Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups sagðist vera gríðarlega þakk­lát­ur viðskipta­vin­um Hag­kaups sem styrktu átakið með þessu hætti sem ber merki um sam­stöðuna sem rík­ir varðandi Krabba­meins­fé­lagið sem sinn­ir ein­stöku starfi.