Vinsamlegast ath!

Á Tax free getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

10. Júlí 2024

Allt fyrir grillveisluna í Hagkaup

Grillsumarið er svo sannarlega farið af stað og hjá okkur í Hagkaup færð þú allt á grillið og í grillveisluna. Við erum virkilega ánægð með það úrval sem við höfum upp á að bjóða af grillkjöti, meðlæti, sósum og öllu tilheyrandi.

Sérvöldu sósurnar okkar eru sósur sem eru þróaðar af meistaranum Óskari Finnssyni, áður kenndur við Argentínu. Óskar varð þekktur fyrir fræga hvítlaukssósu á Argentínu hér á árum áður, og var því enginn spurning hvern við vildum fá í lið með okkur með það að markmiði að búa til bestu sósurnar á markaðnum. Við teljum engan vafa leika á að því takmarki hafi verið náð og erum við afar stolt af útkomunni. Sósurnar koma í nokkrum tegundum parmesan, hvítlauks og pipar en allar eru þær gerðar úr sama grunninum. Sósugrunnurinn er afar vandaður en hann samanstendur af þeyttum rjóma, sýrðum rjóma og mæjónesi. Hver sósa fær svo sérstöðu eftir tegund.
Parmesansósan inniheldur svo 16 mánaða ítalskan Parmigiano Reggiano, hvítlaukssósan með ferskum pressuðum hvítlau og piparsósan með svört, græn og hvít piparkorn af klifurjurtinni Piper nigrum.

Við mælum svo með því að smakka sérvöldu sósurnar okkar með grillmatnum í sumar en þær fást í öllum verslunum okkar .