Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

9. Febrúar 2024

Armani kynnir MY WAY nectar EDP

Dagana 8.- 14. febrúar eru allar vörur frá Armani á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á Hagkaup.is Armani ilmirnir hafa verið vinsælir meðal Íslendinga síðustu ár en My Way ilmirnir eru þar engin undantekning. Í síðustu viku kom í sölu hjá okkur nýr MY WAY ilmur en það er MY WAY Nectar Eau de parfum.

Þessi nýi ilmur í MY WAY línunni er frábær blanda af ávöxtum og blómum. Sæt ávaxtakennd útgáfa af hinum klassíska MY WAY sem inniheldur samt líka einkennandi nótur MY WAY sem eru bergamót og appelsínublóm. Aðrar spennandi nótur í þessum fallega ilm eru fersk pera, grænt te, rabarbari og viskí vanilla.

Glasið er í sama sniði og hið klassíska MY WAY ilmvatnsglas en er alveg bleikt og virkilega fallegt.

Upprunalega MY WAY EDP hefur verið virkilega vinsælt og í fyrra bættist við að nú er hægt að kaupa áfyllingu á glasið, mjög sniðug viðbót. Armani er með fjölbreytt úrval af ilmum og öll ættu að geta fundið eitthvað við hæfi. Alla Armani ilmi má finna með því að smella hér.