16. September 2025
Avókadórist er nýjasta æðið
Nýjasta æðið hjá Berglindi úr Gotterí og gersemum er avókadó-rist eða ferskt avókadósalat – ótrúlega einfalt og alveg svakalega gott! Hún hefur gert þetta aftur og aftur síðan hún smakkaði þetta fyrst, og það er í senn hinn fullkomni hádegisverður og líka frábært millimál. Salatið er sérstaklega gott á hrökkbrauð.
Avókadórist (uppskrift dugar á 4-5 brauðsneiðar)
4-5 sneiðar af súrdeigsbrauði með jalapeno og döðlum (fæst í bakaríinu í Hagkaup)
Avókadó eggjasalat (sjá uppskrift að neðan)
150 g piccolo tómatar
Chilli hunang (ég notaði frá Olifa en það fæst í Hagkaup)
Avókadó eggjasalat
4 harðsoðin egg
1 stórt og þroskað avókadó
1 msk. kóríander (saxað)
1 msk. sýrður rjómi
1 tsk. hunangs-sinnep
½ lime (safinn)
Salt og pipar
Skerið niður eggin og stappið avókadóið. Blandið öllu saman og setjið á ristaða súrdeigssneið. Toppið með niðurskornum piccolo tómötum og chilli hunangi.