12. September 2023

Huggulegt haustbað

Jæja, þá er næturfrostið mætt, haustið í allri sinni dýrð með litríkum laufblöðum, kósý peysum og kertaljósum. Það er svo huggulegt að eiga rólega stund í haustveðrinu með því að smella sér í heitt og gott dekurbað. Við eigum einmitt uppskrift af því og ætlum að deila með ykkur.

Byrjum á því að láta renna í baðið og á meðan það er að fyllast smellum við út í það Magnesíum Muscle flögum frá BetterYou. Þessar æðislegu magnesíum flögur ilma af sítrónu og rósmarín og hjálpa til við að mýkja og slaka á þreyttum vöðvum. Gefa líkamanum góða slökun og gera baðið enn betra fyrir þreyttan líkama. Þegar í baðið er komið er svo hægt að nýta tímann í góða maskastund, en við ætlum að vinna með maska tvennu hér. Byrjum á hreinsimaska frá Origins Orginal Skin Retexturizing Mask with Rose Clay sem er maski sem djúphreinsar húðina og hjálpar okkur við að losa hana við dauðar húðfrumur. Maskinn vinnur að því að minnka ásýnd svitahola ásamt því að gefa húðinni fallegan ljóma. Rósaleirinn í maskanum vinnur að því að þrífa burt óhreinindi og umfram olíu úr svitaholum.

Þegar húðin er orðin tandurhrein eftir 10 mínútur af hreinsimaska gefum við henni dúndur raka með Aqua Bounce Flash Mask frá Biotherm. Maskinn inniheldur meðal annars rakagefandi hýalúrónsýru og gefur húðinni djúpann raka. Það þurfa flest aukinn raka þegar kólna fer úti, því húðin okkar getur verið viðkvæm fyrir hitabreytingum. Þessi maski er gríma og það er flott að smella henni á andlitið og hafa hana á í 10-15 mínútur og nudda svo restinni af formúlunni inn í húðina.

Eftir baðferðina er mikilvægt að líkaminn sjálfur fái smá auka raka, þar kemur Green Tea Body Lotion frá Elizabeth Arden sterkt inn. Líkamskrem sem inniheldur meðal annars grænt te og gefur húðinni góðan raka og skilur hana eftir mjúka og góða. Það skemmir ekki fyrir að það er ótrúlega góð lykt af því.

Til þess að toppa hugguleg heitin er auðvitað hægt að bæta við hármaska, kveikja á kerti og eiga góða kósý sokka og náttslopp til að smella sér í eftir baðið, en það fer auðvitað eftir hverjum og einum hvernig því er hagað. Það er samt gott og gilt að muna eftir að huga að líkama og sál nú þegar rútínan er mætt og kólna fer í veðri.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup