21. Febrúar 2025
Dásamlegir dömuilmir fyrir konudaginn
Konudagurinn er á sunnudaginn og af því tilefni eru allir dömuilmir á 20% afslætti hjá okkur dagana 20.-23. febrúar .Góður ilmur er tilvalin konudagsgjöf og okkur langar að segja ykkur frá fjórum nýlegum og spennandi ilmum sem passa vel í pakkann.
Marc Jacobs – Daisy Glow Love EDT
Þessi dásamlegi ilmur frá Marc Jacobs kemur í takmörkuðu upplagi og því algjör snilld í pakka fyrir ilm áhugafólk. Ilmrinn er ferskur blómailmur með topptón af ferskum sítrónum, skýberjum, bergamót. Ferskur en samt svo hlýr á sama tíma og minnir smá á sumarið. Glasið er virkilega fallegt en það er gult með bleikum smáatriðum og einkennis blómi Marc Jacobs á tappanum. Ilmur sem klikkar seint.
Tom Ford – Soleil Blanc Shimmering Body Oil
Hér höfum við ilmolíu, ekki alveg þetta hefðbundna ilmvatn, en klárlega vara sem flestar skvísur myndu elska að fá sem gjöf. Þessi fallega olía nærir húðina og gefur henni svo ótrúlega fallegan ljóma ásamt því að gefa léttan og ferskan ilm. Þetta er að mörgu leiti svona vara sem maður veit ekki að manni langar í fyrr en maður prófar, sjón er sannarlega sögu ríkari þegar kemur að þessari hágæða ljóma olíu fyrir líkamann.
Libre ilmirnir frá YSL eru orðnir nokkrir og hafa notið mikilla vinsælda. Libre Flowers & Flames er engin undantekning þar. Ilmurinn er allt í senn ferskur, kraftmikill en mildur. Eins og svo oft er það uppáhalds blóm Yves Saint Laurent liljaublóm sem einkennir ilminn en í bland við hann er appelsínublóm, kókospálmi, lavender og vanilla. Ilmurinn er geislandi og kynþokkafullur og passar fullkomlega inn í Libre ilm fjölskylduna.
Michael Kors – Pour Femme Eau de Parfum
Fyrir utan það hvað glasið sem ilmurinn kemur í er töff þá er ilmurinn sjálfur virkilega fágaður og skemmtilegur. Ilmurinn inniheldur skemmtilega blöndu af mandarínu, bleikum piparkornum og sólberjum ásamt jasmínu og rósum. Ilmurinn er viðarkenndur blómailmur sem er djarfur, líkt og glasið. Frábær gjöf fyrir konurnar sem okkur þykir vænt um.
Úrvalið af ilmum er frábært og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Alla ilmi má skoða með því að smella hér en svo er að sjálfsögðu hægt að mæta til okkar þefa, skoða og fá ráðgjöf sérfræðinga með val á ilmum.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup