4. Maí 2023

Estée Lauder dagar 4.-10. maí

Dagana 4.-10. maí eru allar vörur frá Estée Lauder á 20% afslætti hjá okkur en þá fylgir einnig kaupauki með ef verslaðar eru vörur frá Estée Lauder fyrir 14.900kr eða meira (ath gildir á meðan birgðir endast). Af þessu tilefni ætlum við að segja ykkur örlítið frá nokkrum vinsælum vörum frá vörumerkinu.  

Advanced Night Repair:
Hér höfum við öfluga formúlu sem gefur mikinn ljóma og raka. Advanced Night Repair vinnur gegn öldrunarmerkjum í húðinni og hámarkar færni hennar til þess að endurbyggja sig yfir nótt en til þess er notuð einstök ChronoluxCB-tækni. Formúlan inniheldur meðal annars hýalúrónsýru sem hjálpar húðinni að binda raka og með því auka teygjanleika húðarinnar og draga úr ásýnd fínna lína.

DayWear Sheer Tint Release SPF 15:
Einstakt rakakrem sem gefur þínum húðlit heilbrigða, jafna og ljómandi áferð. Kremið dregur úr ótímabærri öldrun húðarinnar og húðin verður mjúk og húðlitur jafnari. Létt og dásamleg formúla sem breytist í einni svipan í ljómandi lit sem passar þínum húðlit og gefur henni ferskan og jafnan ljóma inn í daginn.

Double Wear Stay-In-Place farði:
Fallegur og léttur farði með mattri og náttúrulegri áferð. Farðinn jafnar húðlitinn og gefur miðlungs- til mikla þekju. Farðinn er vatnsheldur og á því ekki að smitast í fatnað eða annað. Farðinn gefur húðinni mikinn raka, er olíulaus, ilmefnalaus og stíflar ekki svitaholur. Algjörlega frábær farði sem kemur í mörgum litum með allskonar undirtónum.

Advanced Night Repair Eye Concentrate Matrix Synchronized Multi-Recovery Complex:
Advanced Night Repair nema sérstaklega fyrir augnsvæðið! Þykkni sem vinnur sérstaklega gegn fínum línum og þrota á augnsvæðinu og gefur því góðan og djúpan raka. Alveg tilvalið fyrir þreytt og þrútið augnsvæði en líka bara fyrir sérstaklega þurra bletti á húðinni. Glasið kemur með dásamlegum vendi sem er með stál kúlu á endanum sem er sérhannað, ryðfrítt og kælir strax þrútið augnsvæði. Það er líka hægt að nota þessa vöru á ,,11“ línunum á milli augnabrúnanna og á broslínurnar til þess að gefa þeim örlítinn extra raka.

Það er hægt að skoða allar vörur frá Estée Lauder hér. Við minnum á að afslátturinn gildir út 10.maí.