28. Mars 2023

Fermingargjafa hugmyndir

Nú er fermingatímabilið heldur betur að rúlla í gang og því tilvalið að skoða úrvalið af fermingargjöfum sem hægt er að fá í snyrtivörudeildunum okkar. Það er víst af nægu að taka en ég ætla að skoða þrjár spennandi gjafir.

Kiehl‘s Facial Fuel Starter Kit askja

Andlitshreinsir og rakakrem eru tilvalin í fermingarpakkann. Facial Fuel Energizing Face Wash er hreinsir sem hjálpar þér að fjarlæga óhreinindi, olíur og dauðar húðfrumur af húðinni án þess að þurrka hana. Algjör snilld til þess að hreinsa húðina bæði kvölds og morgna og formúlan full af frábærum innihaldsefnum sem undirbúa húðina fyrir það sem á eftir kemur. Facial Fuel Daily Energizing Moisture Treatment er svo andlitskrem sem gefur húðinni mikinn raka og er á sama tíma algjör vítamínsprengja fyrir húðina. Létt og olíulaust krem sem gefur húðinni ekki bara raka heldur verndar hana fyrir umhverfis áreiti og streitu. Glæsileg tvenna fyrir fermingarbarnið.

Real Techniques Nec Pop Glazed 4 Days Face Set

Burstasett sem kemur í takmörkuðu upplagi. Ferlega fallegt og sumarlegt sett sem er upplagt í pakkann fyrir þau fermingarbörn sem hafa áhuga á förðun. Settið inniheldur þrjá bursta sem eru ætlaðir í skyggingar, ljómavörur og kinnaliti eða aðrar vörur sem notaðar eru á húðina. Það má nota burstana bæði í krem og púður vörur en ég minni alltaf á  að passa að þrífa burstana reglulega. Auk þessara þriggja bursta inniheldur settið tvær hárspennur sem hjálpa til við að halda hárinu frá andlitinu á meðan við leikum okkur með förðunarvörurnar og burstana á andlitinu.

YSL Touche Éclat sett

Fallegt gjafasett sem inniheldur léttan hyljara og ferðastærð af maskara frá tískuhúsinu Yves Saint Laurent. Ljómapenninn eini sanni frá YSL sem lýsir upp bláma í kringum augun og endurkastar ljósi og gefur andlitinu fallegan ljóma. Mjög léttur og góður hyljari sem getur hentað öllum aldurshópum. Maskarinn er svo Lash Clash maskari sem er einn vinsælasti maskarinn frá YSL en hann lengir, þykkir og gerir augnhárin virkilega falleg. Svo skemmir ekki fyrir að vörurnar koma saman í mjög fallegri öskju sem auðvelt er að pakka inn!