12. Maí 2022

Fimm frábærir kinnalitir fyrir sumarið

Kinnalitir eru til í allskonar litum, áferðum og formúlum en hafa það hlutverk að gefa okkur frísklegt og fallegt útlit á húðina.

Ég veit ekki hvort ég get útskýrt það með orðum hvað ég elska kinnaliti mikið. Hvort sem þeir eru í fljótandi, krem eða púður formi, ég elska þá alla, eða allavega flesta!

Ég ákvað að taka saman lista yfir fimm kinnaliti sem ég dýrka og dái og fást hjá okkur í Hagkaup. Einhverjir af þessum kinnalitum sem ég ætla að segja ykkur frá koma í nokkrum litum og litaval fer bara eftir smekk og húðlit hvers og eins. Ég mæli með því að prófa mismunandi liti og ef þið eruð ekki viss þá eru snillingar að störfum í snyrtivörudeildum okkar sem geta ráðlagt ykkur með litaval.

1. Teint Idole Ultra Wear stiftin frá Lancome

Þessi stifti á ég sjálf í öllum litum og nota þau óhóflega mikið, ég er virkilega hrifin af áferðinni og endingunni á þessum kinnalitum. Kinnalitirnir eru í kremformi og blandast eins og draumur á húðina og gefa ferskan og fallegan lit. Litina er auðvelt að byggja upp og því vel hægt að nota mikinn kinnalit fyrir þá sem það vilja!

2. Good Vibes frá Artdeco

Hér höfum við púður kinnalit og sólarpúður saman í einni vöru sem gefur húðinni ótrúlega fallegan lit og sólkysst útlit. Liturinn sjálfur er fallega bleikur og það er örlítill ljómi í honum. Ljómandi og sólkysst húð er nú ekki amaleg svona fyrir sumarið. Ég mæli alltaf með því þegar við notum kinnaliti að byrja smátt og bæta frekar við, það er svo auðvelt að setja aðeins of mikið sérstaklega þegar um er að ræða púðurvörur.

3. Minimalist Whipped Powder Blush frá Shiseido

Þennan á ég því miður bara í einum lit en þarf svo sannarlega að bæta það hið snarasta! Formúlan er ótrúlega skemmtileg og mjög litsterk, svo það er nóg að byrja á litlu magni. Lita úrvalið af þessum kinnalitum er ótrúlega fallegt og ættu flestir að geta fundið sér lit við hæfi. Áferðin er ótrúlega falleg og formúlan blandast dásamlega!

4. Melon Dollar Baby frá L’oréal

Þessi kinnalitur er ÆÐI. Fallegur litur, falleg ljómandi áferð og blandast vel, svo skemmir ekkert fyrir að hann ilmar eins og melóna. Sumarlegra verður það varla! Þessi er frekar léttur en vel hægt að byggja hann upp. Melon Dollar Baby er púður kinnalitur sem svíkur ekki.

5. Your Most Beautiful You frá It Cosmetics

Þessi er kannski smá svindl karl þar sem um er að ræða tríó með kinnalit, sólarpúðri og ljómapúðri, en ef við ræðum bara um kinnalitinn í þessari pallettu þá á hann samt sess á þessum lista. Púður kinnalitur með miklum og fallegum ljóma sem gefur húðinni svo fallegan lit og náttúrulegan ljóma. Eins og með marga aðra kinnaliti þá er best að byrja á smá í burstann og bæta frekar við, því hann gefur alveg lit þessi elska!

 

Ég vona að þessi færsla hjálpi ykkur eitthvað að velja kinnalit, ef ekki þá vona ég allavega að hún hafi fengið ykkur til þess að íhuga kaup eða notkun á kinnalitum í meira mæli. Aldrei nóg kinnalitur segi ég, eða þið vitið, allt er gott í hófi! Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi og úrvalið af fallegum kinnalitum er nánast endalaust. Hægt er að skoða kinnalita úrvalið í vefversluninni okkar hér: https://www.hagkaup.is/snyrtivara/foreun/andlit/kinnalitir

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup