Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

9. Ágúst 2023

Fögnum fjölbreytileikanum

Hinsegin dagar voru settir með pompi og prakt í Reykjavík þann 8. ágúst en Hagkaup styrkir Hinsegin daga með stolti.

Hjá Hagkaup starfar fjölbreyttur hópur fólks sem við erum stolt af því að tilheyra og það er okkur því ljúft og skylt að styðja verðugt málefni og fagna fjölbreytileikanum. Við mismunum ekki starfsfólki okkar vegna kyns, trúarbragða, kynhneigðar, skoðana, kynþáttar eða stöðu að öðru leiti.

Í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík hafa verslanir okkar verið skreyttar með regnbogum og þar má finna allt sem þarf fyrir litríka förðun, veisluna og regnboga varning fyrir gleðigönguna á laugardaginn, sem er einmitt hápunktur Hinsegin daga. Það er að sjálfsögðu líka hægt að versla þessar vörur á vefnum okkar með því að smella hér.

Gleðilega Hinsegin daga, fögnum fjölbreytileikanum saman.