Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 15. júní
22. júní er að fyllast og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

7. Nóvember 2023

Hagkaup styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar

Í byrjun október voru Dekurdagar á Akureyri sem Hagkaup tók þátt í. 

Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem auðga andann og gleðja hjartað, þar að auki bjóða margar verslanir og fyrirtæki upp á ýmiskonar uppákomur og dekurlega afsætti. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. 

Viðskiptavinir okkar gátu lagt söfnuninni lið með því að bæta 500 krónum við innkaup sín og lagði Hagkaup upphæð á móti. Jóhanna verslunarstjóri Hagkaups á Akureyri færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis  ávísun upp á 400.000 krónur.