23. Febrúar 2023

Halo vörulínan frá Smashbox

Dagana 23.febrúar til 1.mars eru Smashbox kynningardagar hjá okkur bæði í verslunum Hagkaups Kringlu og Smáralind og hér á vefnum. Þessa daga eru allar vörur frá Smashbox á 20% afslætti og af því tilefni langar okkur að segja ykkur frá nokkrum frábærum vörum úr Halo vörulínunni frá vörumerkinu.

smashbox, tilboð, halo, rakakrem

Halo Plumping Dew + Hyaluronic Acid:
Hér er um að ræða rakakrem sem gefur húðinni fyllingu í allt að 24 klukkustundir. Meðal innihaldsefna í þessu kremi eru hýalúrónsýra og níasínamíð. Kremið nærir húðina og gefur henni bjart og geislandi yfirbragð. Kremið gefur húðinni góðan raka, nærir hana og vinnur gegn fínum línum. Þetta krem má nota eitt og sér eða undir farða en áferðin á því er algjör draumur.

Halo Healthy Glow All-In-One Tinted Moisturizer SPF 25:
Litað dagkrem sem inniheldur bæði SPF 25 og farðagrunn sem gerir það að verkum að það endist betur á húðinni. Kremið liggur fislétt á húðinni og gefur henni fallegan ljóma og góðan raka. Meðal innihaldsefna eru hýalúrónsýra, níasínamíð, peptíð og gojiber. Þetta litaða dagkrem er olíulaust og verndar húðina, gefur henni raka og jafnar húðlitinn með léttri þekju.

Halo Sheer to Stay Color Tint:
Fjölvirk, kremkennd vara sem hægt er að nota bæði sem varalit og kinnalit! Ótrúlega fallegir litir sem gefa vörunum og kinnunum fallegan lit og matta áferð. Vel þekjandi með púðurlíkri mattri áferð sem endurkastar ljósi og skapar ferskt útlit með mjúkum fókus. Varan inniheldur Primer Oil Complex sem mýkir húðina en lykil innihaldsefni þess eru blanda af sólblóma-, jojoba- og apríkósuolíu. Fullkomið til þess að toppa förðunina.

Þið getið skoðað allar vörur frá Smashbox með því að smella hér. Vöruvalið er frábært og við mælum sérstaklega með því að kíkja á Halo línuna og úrvalið af farðagrunnum.