28. Júlí 2022

Eftirrréttur sem er að trylla tjaldsvæðin

Hér erum við með eft­ir­rétt sem er svo ein­fald­ur og góður að það stend­ur bók­staf­lega ekki steinn yfir steini. Það eina sem þú þarft er köku­deig, syk­ur­púðar, Oreo kex og súkkulaðibit­ar. Ilm­ur­inn af þess­um dá­sam­lega rétti er svo góður að heyrst hef­ur að menn hafi lagt ým­is­legt á sig til að fá bita af her­leg­heit­un­um. Við mæl­um með því að þið lagið köku­deigið áður en lagt er af stað í ferðalagið. Með þeim hætti er hægt græja eft­ir­rétt­inn á ein­ung­is nokkr­um mín­út­um. 

Eft­ir­rétt­ur­inn sem er að trylla tjaldsvæðin

Köku­deig:

 • 115 g smjör
 • 100 g syk­ur
 • 50 g púður­syk­ur
 • 1 tsk. vanillu­drop­ar
 • 1 egg
 • 220 g hveiti
 • 1 tsk. mat­ar­sódi
 • ½ tsk. gróft salt

Blandið öll­um hrá­efn­um og hnoðið uns deigið er orðið að þéttri kúlu.

Að auki:

 • Oreo kex
 • Súkkulaðibit­ar
 • Syk­ur­púðar (litl­ir)

Smyrjið eld­fast mót eða ál­form. Myljið köku­deigið í munn­bita­stóra bita og sáldrið í botn­inn, því næst Oreo kexi (gott er að brjóta hverja kex­köku í fernt), svo syk­ur­púða (ef litl­ir syk­ur­púðar eru ekki til skal nota hefðbundna stærð og skera í fernt). End­ur­takið þar til formið er orðið fullt. Stráið að end­ingu súkkulaðibit­um yfir og grillið við miðlungs­hita uns til­búið. 

Hægt er að skoða myndband hér