Vinsamlegast ath!

Á Tax free getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

23. Október 2024

Hrekkjavökugleði og spiladagar í Hagkaup Smáralind

Laugardaginn 26. október ætlum við að taka smá forskot á Hrekkjavökuna og vera með Hrekkjavökuþema í Hagkaup Smáralind frá kl. 13:30-17:00. Það verða allskonar skemmtilegar uppákomur í búðinni þennan dag en auk Hrekkjavökunnar eru líka Spiladagar í fullum gangi.

Á spiladögum eru öll spil og púsl á 20% afslætti auk þess sem valin púsl eru á púslmarkaðnum okkar þar sem verðin eru frá 199 kr. stk.

Systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal verða á svæðinu frá kl.15:00-17:00 þar sem þær kynna nýju bókina sína Bakað með Láru og Ljónsa ásamt því að reiða fram spennandi hrekkjavöku kræsingar úr þessari skemmtilegu barnabók.

Hrekkjavökuþemað verður líka á sveimi í snyrtivörudeildinni í Smáralind þennan dag en förðunarfræðingurinn Lilja Gísladóttir mun þar vera með sýnikennslu á hrekkjavökuförðunum frá kl. 13:30-15:30 og gefa gestum og gangandi hugmyndir fyrir hrekkjavökuna. Þar mun Lilja sýna hvernig hægt er að nota hefðbundnar snyrtivörur í þessi verkefni en einnig nota andlitsmálningu, latex og fleira af hrekkjavöku horninu okkar í farðanirnar.

Hárgreiðslusnillingur Lee Stafford verður líka á svæðinu og sýnir hugmyndir af hárgreiðslum við hrekkjavöku farðanirnar en þennan eina dag verða vörurnar frá Lee Stafford einmitt á 20% afslætti.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í hrekkjavökustuði í Hagkaup Smáralind laugardaginn 26. október.