3. Nóvember 2022

Jólalína MAC 2022

Nú er kominn nóvember og í mínum huga eru jólin rétt handan við hornið. Upp með mandarínurnar, jólalögin og hugum að jólaförðun. Þegar styttist í jólin birtist líka alltaf jólalínan frá MAC í verslunum og í þetta skipti er hægt að kaupa hluta hennar hér á vefnum! Ég bíð alltaf spennt eftir þessari línu og línan í ár er sérstaklega falleg.

Jólalína MAC kemur alltaf í takmörkuðu upplagi. Vörurnar koma alltaf í afskaplega fallegum umbúðum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir hver jól. Þar sem ég elska fallegar umbúðir hef ég gert það að hefð að kaupa varalit fyrir hver jól úr jólalínunni, þeir eru nefnilega ekki bara fallegir á vörum heldur líka í hillu.

Línan í ár inniheldur nokkra varaliti, ljómapúður, staka augnskugga, augnblýanta, augnskuggapallettur og ljómasalva sem mig langar að segja ykkur betur frá.

 

 

Fizzy Feels Lip Balm Taste for Bubbles er einhver sú fallegasta snyrtivara sem ég hef séð en þennan ljómasalva má nota á varir, augu og andlit til þess að fá ljóma. Ég hef bara prófað hann á varirnar en vá, vá vá hvað hann gefur fallegan ljóma og hann er mjög nærandi og góður á varirnar. Þessi dásamlegi gyllti glimmer salvi kemur í mjög fallegum umbúðum sem hannaðar eru með sjálfbærni að leiðarljósi. Ég er mjög spennt að prófa hann meira á augun og kinnbein á næstu vikum.

 

Fyrir mitt leyti er tilvalið að nýta vörur úr jólalínunni í jólagjöf handa snyrtivöru áhugamanneskju í ykkar lífi eða bara ykkur sjálf. Ég hef allavega fest kaup á nokkrum vörum úr línunni þetta árið, enda með eindæmum glæsileg að þessu sinni. Hægt er að skoða úrval frá MAC hér.