16. Febrúar 2023

Konudagsdekur

Eins og alltaf höldum við konudaginn hátíðlegan á sunnudegi og því þykir mér tilvalið að taka kósý sunnudagsdekur þennan konudaginn. Hvort sem konur eru einhleypar eða í sambandi geta allar gert vel við sig með smá maska eða extra langri og kósý húðrútínu á sunnudaginn. Af þessu tilefni langar mig að segja ykkur frá nokkrum vörum sem er tilvalið að grípa með sér fyrir kósý sunnudagsdekur.

maski, origins, dekur, konudagur

Original Skin Retexturizing Mask With Rose Clay – Origins

Dásamlegur leirmaski sem djúphreinsar húðina og fjarlægir dauðar húðfrumur. Maskinn nýtir rósaleir til þess að draga í sig óhreinindi og umfram olíur í húðinni. Maskinn skilur húðina eftir mjúka og fallega ljómandi. Maskinn inniheldur meðal annars jojobakorn, kanadíska dúnurt, persneskt silkitré og hunang auk rósaleirsins. Fullkomið að nota þennan til þess að hreinsa húðina áður en við dekrum hana með raka og næringu.

my clarins, maski, raki, næturmaski, dekur, kósýkvöld, konudagur

My Clarins Re-Charge Relaxing Sleep Mask – Clarins

Eftir að húðin hefur verið hreinsuð er tilvalið að smella á sig rakamaska. Þessi maski er næturmaski sem kemur jafnvægi á húðina, fyllir hana af raka og næringu. Morguninn eftir vaknar þú og húðin orðin ljómameiri og uppfull af raka. Formúlan inniheldur meðal annars eplaþyrniber og kínversku lækningajurtina huan qi.

varamaski, varir, purederm

Watermelon Only: Gel Lip Mask – Purederm

Gleymum ekki vörunum í þessum ferlegu hitabreytingum, þær þurfa svo sannarlega líka ást. Þessi maski er gel maski fyrir varirnar en pakkinn inniheldur 6 stk af maska. Maskinn inniheldur meðal annars vatnsmelónu, bakuchiol og hýalúrónsýru en saman vinna þessi innihaldsefni að því að gera varirnar stinnari og gefur þeim meiri raka.

handamaski, hendur, dekur, konudagur

Handamaski Anti-Age – Iroha Nature

Djúsí handamaski sem gefur höndunum raka og vinnur gegn öldrunarmerkjum á höndunum. Maskinn inniheldur meðal annars Bakuchiol sem vinnur gegn fínum línum og hýalúrón sýru sem gefur djúpvirkann raka. Innihaldsefni smjúga djúpt inn í húðina og næra hana vel og maskinn skilur hendurnar eftir mjúkar og dásamlegar og ekki skemmir fyrir að hann er 100% vegan!

Sama hvað þið ákveðið að gera fyrir ykkur sjálfar á konudaginn vona ég innilega að þið njótið hans vel og innilega! Það er allavega heill hellingur til af vörum í dekrið hjá okkur. Gleðilegan konudag.

 

Höfundur: Lilja Gísla fyrir Hagkaup