20. Desember 2021

Mest seldi jólamaturinn í 16 ár

Ham­borg­ar­hrygg­ur er lang­vin­sæl­asti rétt­ur­inn á borðum lands­manna á aðfanga­dags­kvöld. Létt­saltað og reykt svína­kjöt um jól­in er orðið rík og rót­gró­in hefð hér á landi, en hún á ræt­ur að rekja til frænda okk­ar í Dan­mörku.

Það eru liðin 16 ár frá því Hag­kaup réðst í það verk­efni að ein­falda eld­un á mik­il­væg­ustu máltíð árs­ins. Hefð var fyr­ir því að sjóða hrygg­inn fyrst í stór­um potti og klára svo eld­un­ina í ofni. Þetta ferli vildi Hag­kaup ein­falda og hóf vöruþróun sem gekk út á það að salta og reykja hrygg­inn á nýj­an hátt svo sleppa mætti við suðu í potti. Hag­kaups­hrygg­ur­inn er létt­saltaður og með ákveðnu fitu­hlut­falli sem trygg­ir mýkt kjöts­ins. Einnig er hrygg­ur­inn reykt­ur með aðferð sem ger­ir hann ein­stak­lega bragðgóðan.

„Þessi nýj­ung sló ræki­lega í gegn og hef­ur Hag­kaups­hrygg­ur­inn verið mest seldi hrygg­ur­inn okk­ar í 16 ár sam­fleytt,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

Lífið er orðið einfaldara

Viðskipta­vin­ir okk­ar kunna að meta ein­fald­leik­ann, en hrygg­inn þarf ein­ung­is að setja í ofnskúffu með smá vatni og elda í 90 mín­út­ur. Þá er hrygg­ur­inn tek­inn út, gljáa smurt yfir og hann sett­ur aft­ur í ofn­inn í augna­blik. Við vit­um að jóla­steik­in má alls ekki klikka og því vönd­um við okk­ur sér­stak­lega við val og vinnsluaðferðir á öll­um Hag­kaups­hryggj­um. Við erum ótrú­lega stolt af því trausti sem okk­ur er sýnt með því að fólk vel­ur hrygg­inn okk­ar ár eft­ir ár og oft­ar en ekki selst hann upp fyr­ir jól­in, við þetta hafa svo komið viðbæt­ur eins og for­soðnar kart­öfl­ur, til­bú­inn kart­öflug­lái, gljái á hrygg­inn og til­bú­in hátíðarsósa, lífið er því orðið mun ein­fald­ara fyr­ir alla sem það kjósa,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.