Vinsamlegast ath!

Vegna mikils álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana.

29. Febrúar 2024

Mottumarssokkar

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og eru sokkarnir í ár hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW.

Eins og ávallt tekur Hagkaup þátt í Mottumarsátaki Krabbameinsfélagsins með því að selja Mottumarssokkana. Sokkarnir eru til sölu í verslunum okkar í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Spönginni og á Akureyri.

Sokkarnir kosta 3.500 kr. og koma í tveim stærðum: 36/41 og 42/47. Söluverð rennur óskipt til stuðnings við starfsemi Krabbameinsfélagsins.

Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styrkja þetta mikilvæga málefni og upp með sokkana!