17. Nóvember 2022

Nýjungin frá Maybelline sem setti TikTok á hliðina!

TikTok og öll trendin sem lenda þar inni, úff það er ekki auðvelt að reyna að fylgjast með því öllu! En hér er ég til þess að láta ykkur vita af þeim straumum og stefnum sem ég frétti af þar í gegn. Nýjasta varan frá Maybelline Instant Perfector 4 in 1 Glow er komin í vefverslunina hjá okkur en hún hefur heldur betur slegið í gegn á TikTok.

Nýjasta varan frá Maybelline Instant Perfector 4 in 1 Glow er komið í Hagkaup

Instant Perfector 4 in 1 Glow er vara sem hægt er að nota sem farðagrunn, hyljara, highlighter eða BB krem. Ein vara sem getur gert nánast allt, algjör snilld! Varan jafnar húðlitinn með léttri þekju, gefur húðinni dásamlegan ljóma og hjálpar þér að hylja það sem þú vilt hylja.

Instant Perfector 4 in 1 Glow kemur í glasi með svampi á endanum og til þess að nota vöruna þarf að snúa tappanum og þá ætti varan að koma í svampinn. Algjör snilld og mjög auðvelt að vinna með vöruna. Umbúðirnar minna helst á hyljarann frá Maybelline Instant Eraser Concealer en ég á hann alltaf til og gríp reglulega í hann.

Instant Perfector 4 in 1 Glow fæst bara í vefverslun en hægt er að skoða allt úrval af Maybelline vörum hér

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup