13. September 2023

Nýtt augnkrem frá Biotherm

Nú stendur yfir Biotherm kynningarvika hjá okkur í Hagkaup og dagana 14.-20. september eru allar vörur frá vörumerkinu á 20% afslætti. Ekki nóg með það heldur fylgir veglegur kaupauki með þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir 9.500 kr.eða meira á meðan birgðir endast. Það vill svo skemmtilega til að Biotherm komu líka með nýjung á markað rétt í þessu, Blue Pro-Retinol Eye Cream og okkur langar að segja ykkur betur frá því.

Augnsvæðið er mjög viðkvæmt og er jafnframt eitt það svæði sem verður fyrir mestu áreiti þar sem við blikkum augunum allt að 10.000 sinnum á dag og virkjum með því 14 vöðva í kringum augnsvæðið. Það er því eðlilegt að húðin í kringum augun sé yfirleitt fyrst til þess að sýna merki öldrunar. En þá er gott að geta gripið í gott augnkrem til þess að passa vel upp á húðina í kringum augun og gefa því góðan raka.

Blue Pro-Retinol augnkremið vinnur gegn hrukkum í kringum augun, eykur þéttleika og birtir upp augnsvæðið. Augnkremið er einstaklega mjúkt og bráðnar vel inn í húðina á skömmum tíma og húðin er fljót að taka við því. Það þarf því ekki að nudda augnkreminu mikið inn í húðina og þar með takmörkum við aðeins áreitið á þetta viðkvæma svæði andlitsins.

Gerð var neytendakönnun á 51 konu sem prófuðu kremið í 4 vikur en 96% þeirra voru sammála um það að kremið væri þægilegt í notkun og frábært undir farða eða hyljara. Í þessari sömu rannsókn kom líka fram að konunum fannst hrukkur undir augunum hafa minnkað um 16% á þessum fjórum vikum og broslínurnar minnkað um 11%.

Það má skoða allar vörur Biotherm með því að smella hér en afslátturinn er að sjálfsögðu gildur á vefnum og í verslunum okkar.