27. September 2023

Póstverslun í Reykjavík

Þegar Hagkaup hóf rekstur póstverslunar í Reykjavíkárið árið 1959 var slíkt nær alger nýjung hér á landi.

 Í Morgunblaðinu sagði svo frá: „Nú hefur verið stofnað slíkt fyrirtæki hér á landi, póstverzlunin „HAGKAUP“ við Miklatorg í Reykjavík. Fyrirtæki þetta hefur sinn eigin vörulager og hyggst hafa flestar algengustu vörutegundir á boðstólum, við lægra verði en almennt tíðkast, eins og sjá má af nýútkomnum vörulista sem nú fæst á flestum blaða- og bókaútsölustöðum um land allt, en tveir slíkir listar verða gefnir út árlega.“

Landsmenn tóku póstversluninni vel og strax árið eftir var kominn vísir að verslun í gamla gripahúsi Eskihlíðarbæjarins, sem hýsti vörulager póstverslunarinnar. Verslununum átti síðan eftir að fjölga og fyrirtækið óx og dafnaði undir dyggri stjórn stofnandans Pálma Jónssonar.