24. Október 2023
Ráð fyrir hrekkjavöku förðunina
Hrekkjavakan er á næsta leiti en það hafa mörg gaman af því að klæða sig upp sem hræðileg skrímsli eða jafnvel bara prinsessur í tilefni þess. Í snyrtivörudeild Hagkaups færð þú allt sem þarf fyrir hrekkjavöku förðunina en okkur langar að segja ykkur frá skemmtilegum leiðum til þess að nýta hefðbundnar snyrtivörur á nýjan hátt fyrir hrekkjavökuna.
Gerviblóð úr varalit og glossi
Sum vilja nota gerviblóð og það er vissulega til hjá okkur í leikfangadeildinni. En ef þú átt það ekki til og vilt grípa í hefðbundnar snyrtivörur er hægt að gera það með varalit og glossi! Þú getur í raun notað rauðleita og jafnvel örlítið brúntóna varaliti og svo ýmist glært gloss eða einmitt gloss með smá fjólubláum eða rauðum undirtón. Hin fullkomna blanda til þess að gera gerviblóð eru Suede Matte Lip Stick frá NYX PMU í litnum Loltia og Maybelline Lifter Gloss Candy Drops í litnum Taffy. Setur smá af báðu á pallettu og blandar saman. Svo má nota hvaða bursta sem er eða fingurnar til þess að setja þetta á þá staði sem við viljum.
Augnháralím til þess að útbúa gervihúð
Það er algengt að grípa í fljótandi latex á hrekkjavökunni til þess að útbúa gervihúð og jafnvel sár. En það er vel hægt að grípa í augnháralímið í staðin! Við mælum þó með því að nota það bara til þess að gera lítil sár, annars þarf töluvert mikið magn. Límið er þá sett beint á húðina og svo þunnur pappír yfir og aftur lím. Þetta er endurtekið 2-3 sinnum til þess að útbúa „nýtt húðlag“ sem er þá hægt að klippa og gera úr sár. Það er hægt að fá augnháralím bæði frá Eyelure og Duo hjá okkur en bæði henta vel í þetta verkefni. Eitt auka ráð er að þegar búið er að klippa gervihúðina er gott að grunna sárið með dökkbrúnum og jafnvel svörtum augnskugga áður en gerviblóðið er sett á, þannig verður meiri dýpt í sárinu og það virkar raunverulegra.
Sama hvað þið ákveðið að vera á hrekkjavökunni þá ættuð þið að geta fundið það sem til þarf hjá okkur. Bæði er snyrtivörudeildin full af skemmtilegum snyrtivörum og svo er úrval af búningum fyrir bæði börn og fullorðna.