Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 15. júní
22. júní er að fyllast og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

10. Ágúst 2023

Regnbogabollakökur Sylvíu Haukdal

Sylvía Haukdal deilir hér með okkur uppskrift af gómsætum og litríkum regnbogabollakökum sem er tilvalið að baka fyrir helgina.

 • 265 g Kornax hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 170 g smjör
 • 300 g sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 260 g eggjahvítur
 • 200 ml súrmjólk
 • 45 ml olía
 • Matarlitur Rauður, blár, grænn, gulur, fjólublár, appelsínugulur

Aðferð:

 1. Við byrjum á því að stilla ofninn á 175°(viftu).
 2. Næst setjum við smjör (við stofuhita) og sykur saman í hrærivélaskál og þeytum þar til verður ljóst og létt.
 3. Svo fara eggjahvíturnar rólega saman við, lítið í einu.
 4. Næst hærum við 1/3 af þurrefnunum saman við blönduna.
 5. Svo hrærum við 1/2 af blautefnunum (mjólk, olíu og vanilludropum) saman við.
 6. Þá hrærum við næsta 1/3 af þurrefnunum saman við.
 7. Síðan restinni af blautefnunum.
 8. Að lokum fer síðasti skammturinn af þurrefnunum. Gott er að hræra degið ekki of mikið en samt nóg til þess að allt sé komið saman.
 9. Skiptum deiginu í 6 hluta og litum í regnbogalitum.
 10. Næst setjum við deigið í um það bil 2/3 af bollakökuforminu (verða 12-15 stk) , sem eru þá ein um það bil teskeið af hverjum lit í eitt form.
 11. Bökum við 175°í 20-25 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni.

Krem: 

 • 300 g smjör (við stofuhita)
 • 300 g flórsykur
 • 100 ml rjómi
 • 50 ml heitt vatn
 • 3 msk Joe & Seph's Saltkaramella

 Aðferð:

 1. Við byrjum á því að þeyta smjörið þar til það verður ljóst og létt.
 2. Næst bætum við flórsykri og rjóma saman við og höldum áfram að þeyta í 3-4 mínútur.
 3. Að lokum setjum við heitt vatn og saltkaramellu saman við og þeytum þar til við fáum létta og fallega áferð á kremið.
 4. Síðast en ekki síst sprautum við kremi á bollakökurnar og skreytum með litríku kökuskrauti.