12. September 2023

Saumað á fullu

Lengi vel var fatnaður og vefnaðarvara mjög stór hluti af úrvali Hagkaups.

Seld voru bæði innlend og innflutt föt, en fljótlega þótti útséð að hagkvæmt yrði að opna saumastofu. Hún var sett á laggirnar árið 1964 og starfsfólk hennar tók til við að sauma af miklum krafti. Frægasta flíkin sem framleidd var á saumastofunni var án efa hinn víðfrægi Hagkaupssloppur, en gallabuxnaframleiðsla var einnig fyrirferðarmikil. Á  tímum innflutningshafta var til dæmis flutt inn gallabuxnaefni og buxur sniðnar á landsmenn í þúsundatali á saumastofunni í Bolholtinu.

Hér má sjá gallabuxnaauglýsingu frá blómatíma saumastofunnar.